Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 16
arkeri'ið. Löggjöf sem þessi hefur lengi þótt einkennandi fyrir Norð- urlönd, og er þar að finna dæmi um frjálslyndustu gerð þessa kerfis að formi til. Helztu skilyrðin, sem talin eru réttlæta fósturseyðingu eru: hætta búin lífi eða heilsu móður, hætta á vansköpun fósturs eða alvarlegum erfðagöllum, getnaður á rót að rekja til kynferðisbrots, lífskjör móður eða foreldra eru bág, móðirin er mjög ung eða van- þroska eða roskin eða hefur fætt mörg börn. Núgildandi löggjöf í Bretlandi teldist til þessa flokks. 1 þriðja flokkinn má svo loks skipa þeirri löggjöf, sem lætur fóstur- eyðingar óátaldar, svo fremi þær séu framkvæmdar af sérfræðingi við tiltekin skilyrði, t. d. á sjúkrahúsi. Ákvörðunarfrelsi viðkomandi eru þó venjulega sett tímatakmörk, ýmist 12 vikur, en eftir það er um meiri háttar aðgerð að ræða, eða 28 vikur, en um það leyti verður fóstrið lífbært, þ. e. a. s. hefur möguleika á að lifa utan líkama móð- urinnar. Þessa skipan mála mætti nefna frelsiskerfið. Það er algengt í Austur-Evrópu og ríkir í raun í Japan, það hafði einnig verið lögfest í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna, þegar fyrrgreindur hæstaréttar- úrskurður féll. Þessi úrskurður telur frelsiskerfið eitt samræmast mannréttindum fyrstu 12 vikurnar, málamiðlunarkerfið vera sann- gjarnt næstu 16 vikurnar og bannkerfið eiga rétt á sér það sem eftir er meðgöngutímans. En hverjir eiga þá hagsmuna að gæta? 1 deilum um fóstureyðingar- löggjöf verður mönnum yfirleitt starsýnt á tvo aðila, sem hlut eiga að máli: konuna, sem væntir sín, og þungann, sem hún ber undir belti. Fleiri aðila ber þó að geta, og má fyrstan telja föðurinn, en Hjördís Hákonardóttir lauk embættisprófi í lög- fræði haustið 1971 og hefur síðan verið við framhaldsnám í réttarheimspeki í Oxford. Kjör- svið hennar varðar fóstureyðingar og þá rök- semdafærslu, sem notuð hefur verið um það málefni. — i greininni, sem hér birtist, er rætt um siðfræði fóstureyðinga. Fjallað er um rök þeirra, sem vilja takmarka fóstureyðingar („hina kaþólsku afstöðu“) og mótrök gegn þessum rökum. Er í þvf sambandi rætt, hvort unnt sé að kalla fóstur manneskju, og um rétt til lífs. — Á öðrum stað í heftinu segir frá undirbúningi nýrra laga um fóstureyðingar o.fl. hér á landi. 14

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.