Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Síða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Síða 19
réttarins til lífs, líkama, frelsis og jafnréttis; hann varðar mat á frumþörfum manna; og hann varðar réttmæti athafna, sem brjóta í bág við eitt boðorð í þágu annars. Hér er því um margþætt vanda- mál að ræða, en í grófum dráttum má flokka siðferðisskoðanir á fóstureyðingum í tvennt, og er þá annað viðhorfið oftast kennt við „frjálslyndi“, en hitt við ,,íhaldssemi“. Stafa þessar nafngiftir e. t. v. fyrst og fremst af því, að hinir „frjálslyndu“ hafa á síðustu áratug- um barist fyrir afnámi gildandi ákvæða um fóstureyðingar, en hinir ,,íhaldssömu“ varið þessi ákvæði og barist gegn breytingum á þeim. Fremstir í flokki hinna „íhaldssömu" hafa verið kaþólskir menn, og mun ég því kenna þá skoðun við þá og kalla hana hina kaþólsku' afstöðu. Mun ég nú reyna að lýsa henni lauslega og rekja síðan fáein andmæli, sem fram hafa komið gegn henni og mér virðast hljóta að teljast þung á metunum. II. Hin kaþólska afstaða og mótrök Hin kaþólska afstaða birtist í hnotskurn í víðfrægu ávarpi Píusar páfa XII, sem hann flutti á þingi ítalskra ljósmæðra: „Barnið í móð- urkviði hefur þegið rétt sinn til lífsins frá Guði. — Þess vegna getur enginn maður og ekkert ríkisvald, engin vísindi, engin læknis- fræðileg, félagsleg, efnahagsleg eða siðfræðileg rök réttlætt það, að saklaus mannleg vera sé svipt lífi beinlínis og af ráðnum hug — jafnvel ekki í einhverjum tilgangi, sem kann að vera réttlætanlegur í sjálfu sér. Ófætt barn er manneskja í sama skilningi og af sömu ástæðum og móðir þess er manneskja.“s Páfabann er þannig skil- yrðislaust og sú krafa er gerð að því sé fylgt hvað sem það kostar, þ. e. a. s. án alls tillits til þeirrar óhamingju af öllu tagi, sem reglan kann að valda. Á hinn bóginn er ekki alger samstaða meðal kaþólskra fræðimanna um einstök atriði, svo sem réttinn til sjálfsvarnar. Því má skjóta hér inn, að skilyrðislaust bann við fóstureyðingum er auðvitað ekki bundið við kaþólsku kirkjuna eina. Oft er vitnað í svonefndan Hippókratesareið, sem læknar eru víða látnir sverja enn í dag, þ.á m. í Háskóla íslands að loknu læknaprófi. I eiðnum er svo- hljóðandi setning: „Sömuleiðis mun ég forðast að fá konu í hendur nokkur þau tæki, er valdið gætu fósturláti.“ Þetta ákvæði hans kem- ur þó ekki heim við það, sem virðist hafa verið almenn afstaða til fóstureyðinga á Grikklandi, — og því hafa sumir getið þess til, að eiðurinn sé ættaður frá sérstökum trúflokki, skóla Pýþagórasar, frem- ur en að hann hafi verið virtur af flestum eða öllum grískum læknum. Aðrir hafa bent á það, að fæðingarhjálp og meðferð kvensjúkdóma 17

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.