Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Blaðsíða 22
urlíkamanum fyrstu mánuðina og fær frá honum þau efni, sem þvi eru nauðsynleg til eðlilegs þroska. Það eru því óneitanlega mikilvæg tímamót á þróunarferli fóstursins, þegar það verður ,,lífbært“ u. þ. b. á 7. mánuði. 1 þriðja lagi er oft höfðað til myndhverfinga fóstursins frá írjóvg- un til burðar. En á frumstigi sínu líkist það fyrst plöntu, þá ormi, næst fiski, síðan dýri og loks manni í lok annars mánaðar og er það þá orðið u. þ. b. 4 cm langt. Það er því jafn fráleitt að líkja fóstri á frumstigi við manneskju eins og að leggja að jöfnu frækorn og eikar- tré eða egg og fugl. Breytingin, sem verði fyrstu mánuðina, sé einnig ósambærileg og annars eðlis en sá stigmunur, sem er t. d. á fóstri rétt íyrir burð og barni rétt eftir bui'ð, eða á þroska kornabarns og smábarns. Loks ei' rétt að geta þeirra, sem leggja áherzlu á félagsleg áhrif og hæfni við skýrgreiningu á hugtakinu mennskur. Sá skóli kennir, að manneskjan ákvarðist ekki eingöngu af erfðaeiginleikum og efna- samsetningu, heldur af afleiðingum hugsana, tilfinninga og félagslegra athafna. Þar sem burður sé fyrsta félagsreynsla mannsins, höfum við fyrst þá fullgilda manneskju. Þess ber að gæta, að of langt má ganga í að meta „mennsku“ á mælikvarða þjóðfélagslegs mikilvægis — slíkt sjónarmið getur augljóslega verið siðfræðilega vafasamt. Hitt er ljóst, að hér sem fyrr liggja ekki ótvíræð og skýlaus svör á lausu. Hvað er t. d. að segja um heilbrigt barn, sem elzt upp meðal úlfa og kynnist ekki mannlegu samfélagi, eða afkvæmi mennskra foreldra, sem er svo illilega vanskapað, að það mun aldrei verða hæft til að skynja eða taka þátt í athöfnum umhverfis síns? Þessi korn úr sarpi andmælenda hafa vissulega ekki hnekkt full- yrðingu kaþólskra manna um, að allt frá getnaði sé fóstur í móður- kviði mannleg vera. Hitt liggur ekki jafn ljóst fyrir, að einungis við getnað sé hægt að segja um fóstrið á „skynsamlegan hátt“: nú höf- um við nýja manneskju „í sama skilningi .. . og móðir þess er mann- eskja“. Það er því hugsanlegt, að kenning kaþólskra sé of þröng og að við verðum að gera greinarmun á manneskju og mannlegri veru, þ. e. a. s. veru eða frumu, sem hefur líffræðilega möguleika til að verða maður eða kona. 2. Hvað er réttur til lífs? Ef okkur reynist erfitt að ákveða, hvort, hvenær og að hve miklu leyti fóstur sé manneskja í sama skilningi og fullorðin kona er mann- eskja (og það þrátt fyrir allar þær vísindalegu staðreyndir og til- 20

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.