Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 25
er afsakað a. m. k. af sumum. Þetta á rót að rekja til Tómasar frá Akvínó, sem kenndi, að öllum væri eðlilegt að reyna að lifa sem lengst, þess vegna hlyti að vera lögmætt að drepa einhvern (t. d. saklaust barn á vegi flóttamanns) í sjálfsbjargarskyni, þótt ekki væri um óréttmæta árás að ræða. Hvort heimfæra má þennan sjálfsbjargarrétt upp á rétt til fóstureyðingar, t. d. ef líf móðurinnar er í voða, er hins vegar nokkuð á reiki, einkum vegna kenninga Tómasar um syndsemi getnaðarvarna og tilgang ástarlífs.16 Þessari ósamkvæmni í kenningum kaþólskra manna — sem á hinn bóginn leggja ofurþunga á „helgi mannlífsins“, þegar fóstureyðingar eru annars vegar — er vitanlega hampað í röksemdafærslu andstæð- inga þeirra, enda slík ósamkvæmni vel til þess fallin að vekja spurn- ingar um hvort mannlífsást sé eini grundvöllur bannkröfunnar eða hvort hún eigi einnig rót að rekja til t. d. siðgæðisskoðana eða kven- haturs. M. a. er spurt, hvers konar virðing það sé fyrir lífinu að banna fóstureyðingar í heimi þúsunda sveltandi manna, ef augljós afleiðing bannsins er annars vegar enn minni fæða á fleiri munna og hins vegar skortur fyrir það líf, sem varðveitt var. Það má e. t. v. einnig minna á það hér, að „helgi mannlífsins“ hefur alls ekki alltaf verið eina markmið laga, sem banna fóstureyðingar. Fóstureyðingar voru bannaðar vegna efnahagsástæðna 1933 í Þýzkalandi, 1936 og 1944 í Rússland, 1942 í Frakklandi og 1966 í Rúmeníu. Að Rúmeníu undanskilinni var lág fæðingartala ekki eina orsök efnahagsvandans, heldur einnig stríðsrekstur. Og burtséð frá spurningunni um skyldu kvenna til að hlíta banni við fóstureyðingum, settu í því skyni að auka efnahagslega velferð í þjóðfélaginu eða til að forðast hallæri á komandi tímum, þá virðist það vafasöm siðfræði að skylda konur til að eiga börn gagnstætt vilja sínum, svo að þessi börn verði síðar drepin á vígvöllum, eða svo að þau megi fylla skarð þeirra, er þar falla. Rökræða Tómasar frá Akvínó um árás í sjálfsbjargarskyni leiddi einnig til „kenningarinnar um tvennar afleiðingar“, sem svo er nefnd og býr að baki hins fyrirvarans í banninu við manndrápi.17 Hann varðar athöfnina sem slíka: bannað er að taka mann beinlínis af lífi. Samkvæmt kenningunni um tvennar afleiðingar ber að gera greinar- mun á því, sem maður gerir beinlínis, og hinu, sem hann gerir óbein- línis, þ. e. afleiðingum athafnar hans, sem hann óskaði ekki beinlínis eftir, þótt þær væru e. t. v. óhjákvæmilegar og jafnvel fyrirsjáan- legar. Á þessari kenningu eru þau siðaboð kirkjunnar reist, að lækni leyfist að skera þungaða konu upp við krabbameini, ef líf hennar er 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.