Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Qupperneq 27

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Qupperneq 27
er komið sem komið er, fiðlusnillingurinn hefur verið tengdur við þig. Það myndi kosta hann lífið, ef tengingin væri rofin. En láttu ekki hugfallast, þetta verða aðeins 9 mánuðir. Þá verður honum batnað og þú losnar.“ Er það siðferðisskylda þín að taka þessu? Það væri vissulega mjög fallegt af þér að gera það, en verðurðu að gera það? Einnig ef þetta verða ekki 9 mánuðir heldur 9 ár? Eða enn þá lengra? Og hvað um það, ef yfirlæknirinn segði: „Já, hart er það maður, en þú verður að liggja í rúminu með fiðlusnillinginn tengdan við þig það sem eftir er ævinnar. Því minnstu þess, að allar manneskjur eiga rétt til lífs, og fiðluleikarar eru manneskjur. Þú átt vissulega rétt á að ákveða, hvað gerist í og hvað gert er við líkama þinn, en réttur manneskju til lífs er þyngri á metunum en réttur þinn yfir líkama þínum. Þar af leiðandi máttu aldrei skilja þig frá honum“. Væntanlega þætti þér þetta yfirgengilegt og bendir það til þess, að rök [læknisinsl séu ekki einhlít.111 Thomson íhugar fyrst þá öfgaskoðun, að hið ófrávíkjanlega bann við manndrápi leyfi ekki einu sinni fóstureyðingu til að bjarga lífi móðurinnar. Rökin eru þau, að móðirin og fóstrið hafi jafnvægan rétt til lífs og að engum sé leyfilegt að mismuna þeim. Thomson bendir á, að þessu furðulega jafnvægi megi halla, t. d. með því að taka rétt móðurinnar til líkama síns með í reikninginn. Auk þess hljóti móður- inni að vera frjálst að bjarga lífi sínu. En getur fóstureyðing verið réttlætanleg, þótt h'f konunnar sé ekki í veði? — Þess ber að geta hér, að Thomson er sjálf þeirrar skoðunar, að fóstur sé ekki fullgild manneskja allt frá getnaði, en rökræðunnar vegna gefur hún sér þá forsendu, að svo sé sem kaþólskir menn halda fram. — Svarið við spurningunni veltur á því, hvað réttur til lifs sé, og í krafti hvers menn hafi slíkan rétt. Hvort um það sé að ræða að vera ekki skorinn á háls eða að geta notað líkama annars til þess að halda lífi. Hún færir rök fyrir því, að „réttur til lífs“ í merkingunni „réttur til lágmarks lífsnauðsynja“ sé ekki „réttur“ til þess að neinn sérstakur láti manni nauðsynjar í té, slíkur „réttur“ verði að vera veittur af viðkomandi. „Fíðlusnillingurinn hefur vissulega engan rétt til þess, að þú leyfir honum að nota þín nýru“, segir Thomson. Nið- urstaða hennar er sú: (1) að réttur til lífs tryggi hvorki rétt til að nota líkama annars, né rétt til að nota áfram líkama annars. -—- En hvað þá um óréttlætið, sem felst í því að svipta mann því, sem hann á rétt á, t. d. lífi? Jú, en að svipta hann notkun á líkama, sem hann á engan rétt til, er ekki óréttlæti. Athöfn (dráp), sem ekki er óréttlát í sjálfu sér, er því ekki brot á réttinum til lífs. Niðurstaðan er sú: (2) að „réttur til lífs“ merki það að vera ekki sviptur lífi á óréttlátan hátt. (3) Það er því ekki nægilegt að segja, að fóstur sé mannleg vera, heldur verði einnig að sýna fram á, að fóstureyðing sé það að svipta manneskju lífi á óréttlátan hátt. „Og er hún það?“ 25

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.