Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1973, Page 40
Ávíð 02 dreif FÉLAG HÁSKÓLAMENNTAÐRA STARFSMANNA STJÓRNARRÁÐSINS Hinn 23. ágúst s.ll var stofnað Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórn- arráðsins. Stofnendur voru 64 talsins og stjórn félagsins skipa eftirtaldir: Jón Ingimarsson skrifstofustjóri, formaður. Ólafur Steinar Valdimarsson skrifstofustjóri, varaformaður. Hannes Hafstein deildarstjóri, gjaldkeri. Hörður Lárusson fulltrúi, ritari, og Jón Thors deildarstjóri, meðstjórnandi. í varastjórn eru: Hörður Sigurgestsson deildarstjóri, Þorsteinn Ólafsson deildarstjóri og Vigfús Gunnarsson endurskoðandi. Aðaltilefni þessarar félagsstofnunar var hin breytta skipan aðildar að kjara- samningum opinberra starfsmanna, sem leiðir af lögum 46/1973. Allur þorri félagsmanna var áður í Starfsmannafélagi stjórnarráðsins, en það félag var og er aðili að Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Nokkur hluti félagsmannanna hefði átt kost á þvf að eiga aðild að kjarasamningum gegnum sín fagfélög, svo sem lögfræðingar, viðskiptafræðingar og hagfræðingar, en aðrir áttu ekki í nein slík hús að venda og hefðu því annað tveggja orðið að vera algerlega án aðildar að kjarasamningum nú, eða þá að vera áfram í Starfsmannafélagi stjórnarráðsins og þá aðilar að BSRB. Félagið sótti um aðild að Bandalagi háskólamanna hinn 27. ágúst s.l. og óskaði jafnframt eftir því, að tilkynnt yrði, að það færi með samninga fyrir félagsmenn sína, að því er varðar skipan starfsheita og röðun í launaflokka skv. lögum 46/1973. Með þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið af ríkisins hálfu um verkaskipt- ingu í samningsréttarmálum starfsmanna ríkisins og að stóðu bæði for- ustumenn BHM og BSRB, opnast ýmsir valkostir fyrir háskólamenn innan stjórnarráðsins um, hvernig þeir skuli öðlast aðild að samningum um kjör sín. Þessi kostir eru helztir: 1 Að vera áfram í Starfsmannafélagi stjórnarráðsins og fela þannig BSRB samningsrétt fyrir hönd félagsmanna. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.