Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 17
stjórann, gæfu ekki bílstjóranum heimild til að telja, að hann þar með væri rekinn á stundinni, enda var bílstjóranum innan handar að inna eftir því, hvort skilja bæri orðin sem brottrekstur, en það gerði bílstjórinn ekki. Þessi orð, sem vinnuveitandinn mælti, voru: „Ef hann vildi ekki gera það, sem hann var beðinn, mætti hann fara til and- skotans.“ I dómi hæstaréttar 1951/197: Síldarverksmiðjur ríkisins gegn Andrési Davíðssyni, greinir frá því, að manni hafði verið sagt upp fyrirvaralaust vegna lélegra vinnubragða, en hæstiréttur dæmdi hon- um bætur allt að einu, þar eð hann hafði ekki verið áminntur. Þessi hugsun er sú sama og birtist í 1. nr. 38/1954 um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, 7. gr., en þar segir, að veita skuli starfsmanni áminningu og gefa honum kost á að bæta ráð sitt, áður en honum er veitt lausn.i) Tilkynning um slit á vinnusamningi, uppsögn, getur haft í för með sér margvísleg óþægindi fyrir þann, sem fyrir verður, hvort sem það er vinnuveitandinn eða launþeginn. Það er auðvitað augljóst, hvaða ástæður valda reglum um uppsagnarfrest, sem sé þær að draga sem mest úr óþægindum og tjóni, sem kunna að leiða af fyrirvaralausri eða fyrirvaralítilli uppsögn. Fyrirvaralaus uppsögn getur valdið mikilli röskun á lífi launþegans, sem fyrir verður, svo að ekki sé talað um þá móðgun, sem getur falist í henni. Launþegar eru sjaldnast svo vel fjáðir, að þeir þoli að missa af þeim tekjum, sem stöðug vinna skapar. Það er því eðlilegt og sjálfsagt, að þeir eigi rétt á rúmum uppsagnar- fresti, svo að þeim gefist færi á að útvega sér atvinnu í tæka tíð. Það getur og verið mjög bagalegt fyrir vinnuveitanda, ef launþegi stekkur fyrirvaralaust úr vistinni, og því eðlilegt, að uppsagnarfresturinn sé gagnkvæmur. VII. Bótaréttur vinnuveitanda. Ég sagði áðan, að uppsagnarfresturinn væri gagnkvæmur, nema þeg- ar um opinbera starfsmenn er að ræða. Stökkvi launþegi fyrirvaralaust úr starfi á vinnuveitandi rétt á bótum. Má í þessu sambandi benda á dóm Hrd. 1958/625: Halldór Einarsson gegn Týli h.f. Halldór, sem var ljósmyndari, var dæmdur til að greiða Týli h.f. bætur fyrir að hlaupast fyrirvaralaust úr starfi. Var hann dæmdur til að greiða hálfs- 1) Sjá og samskonar ákvæði í 3. mgr. 7. gr. reglugerðar um réttindi og skyldur starfsmanna Reykjavíkurborgar, samþykkt í borgarstjórn Reykjavíkur 7. desem- ber 1967. 111

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.