Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Síða 20
Jón Þorsteinsson hrl.: SKIPULAG OG STARFSEMI VERKALÝÐSFÉLAGA OG SAMTAKA ÞEIRRA 1 þessari framsögu stendur ekki til að gera svo yfirgripsmiklu máli ítarleg skil. Margt verður látið liggja milli hluta. Á sumt verður aðeins drepið lítillega. Hér verður fyrst og fremst brugðið upp nokkrum svip- myndum af þessum vettvangi til glöggvunar þeim, er vilja afla sér nánari þekkingar á skipulagi og starfsháttum verkalýðsfélaganna. Með verkalýðsfélögum á ég við félög, sem hafa það að meginmark- miði að semja um kaup og kjör félagsmanna sinna við vinnuveitendur og njóta verkfallsréttar. Mun ég einvörðungu fjalla hér um verkalýðs- félög innan Alþýðusambands Islands nema annars sé sérstaklega getið, enda eru langflest verkalýðsfélög landsins innan þessara samtaka. I ASl eru 224 verkalýðsfélög, og kveður þar mest að félögum verka- manna, verkakvenna, sjómanna, iðnverkafólks, verslunarmanna, vöru- bílstjóra og fáglærðra iðnaðarmanna. Utan ASÍ eru hins vegar félög háskólagenginna manna, félag atvinnuflugmanna og félög yfirmanna á kaupskipaflotanum, svo að dæmi séu nefnd. Af sjónarhæð skipulags má greina verkalýðshreyfinguna sundur í fimm þætti, þ. e. verkalýðsfélögin (I), sem mynda grunneininguna, og ferns konar samtök þeirra, en þau eru fulltrúaráðin (II), fjórðungs- samböndin (III), landssamböndin (IV) og Alþýðusamband Islands (V). Hverjum þessara þátta geri ég nokkur skil hér á eftir. I. Verkalýðsfélögin Hér verður einungis vikið að þrem atriðum í skipulagi og starfsemi verkalýðsfélaga, þ. e. starfssvæði félaganna (A), félagsmannaskipan (B) og almennri starfsemi þeirra (C). A. Starfssvæði eða félagssvæði einstakra verkalýðsfélaga eru mjög misjöfn að stærð og umfangi. Sum félögin ná aðeins yfir eitt lítið 114

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.