Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 22

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Side 22
inu, þ. e. í Reykjavík, Hafnarfirði, Keflavík, Vestmannaeyjum og Sauð- árkróki. Alls staðar annars staðar eru verkamenn og verkakonur sam- an í félagi, enda er það eðlilegt og í samræmi við nútíma viðhoi’f að hætta félagslégri aðgreiningu verkafólks eftir kynferði. Kjara- og skipulagssjónarmið ber hér að sama brunni. Verður þess væntanlega ekki mjög langt að bíða, að framangreind fimm verkakvennafélög sam- einist verkamannafélögunum á viðkomandi stöðum. Auk verkakvenna- félaganna eru til verkalýðsfélög, sem einvörðungu eru skipuð konum, vegna þess að þau taka til starfsgreina, er konur einar sinna, svo sem Flugfreyjufélag Islands og Starfsstúlknafélagið Sókn. Af hliðstæðum orsökum eru ýmis iðnaðarmannafélög og sjómannafélög eingöngu skip- uð körlum eða því sem næst. Þá má líta á sjómannafélögin. Sjómenn eru ýmist í hreinum sjó- mannafélögum eða í blönduðum félögum, þ. e. félögum þar sem bæði sjómenn og verkamenn eru félagar. Hrein sjómannafélög eru aðeins fimm, þ. e. Sjómannafélag Reykjavíkur, Sjómannafélag Hafnarfjarðar, Sjómannafélag Isfirðinga, Sjómannafélag Eyjafjarðar og Sjómannafé- lagið Jötunn í Vestmannaeyjum. Hér má ef til vill bæta við Þernufélagi íslands. Sjómannafélag Reykjavíkur er eina sjómannafélagið, er semur um kaup og kjör háseta á kaupskipaflotanum, og hefur að þessu levti áhrif sem landsfélag. Blönduðu félögin eru miklu fleiri. Algengt er, að þeim sé skipt í deildir, t. d. verkamannadeild og sjómannadeild. Sem dæmi um blönduð félög má nefna Verkalýðsfélag Stykkishólms, Verka- lýðs- og sjómannafélagið Bjarma, Stokkseyri, og Verkamannafélagið Fram á Sauðárkróki. Sjómenn og verkamenn eru hafðir saman í félög- um svo víða um landið sökum þess annars vegar, að menn stunda sjó- mennsku hluta úr árinu, en verkamannavinnu aðra hluta ársins, og hins vegar af því að sjómannastéttin er svo fámenn í mörgum byggðarlög- um, að eigi er þar grundvöllur fyrir sjálfstætt sjómannafélag. I iðnaðarmannafélögunum eru að jafnaði einvörðungu faglærðir menn í viðkomandi iðn, svo sem múrverki, trésmíði og rafvirkjun. Þó eru til blönduð félög á þessum vettvangi, þar sem faglært og ófaglært fólk er saman í félagi, og má sem dæmi nefna Bókbindarafélag Islands. Hér er blöndunin byggð á þeirri skynsamlegu forsendu, að fólk á sama vinnustað eigi að vera saman í stéttarfélagi hvort sem það er faglært eða ófaglært. Þessa sjónarmiðs gætir þó ekki að ráði innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Gleggsta dæmið um stéttarfélög, sem bundin eru vinnustaðnum, eru verslunarmannafélögin. Innan þeirra er fólk, sem hefur aflað sér mismikillar menntunar, er gegnir misjafnlega verð- mætum störfum, eða allt frá sendisveini upp í skrifstofustjóra. 116

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.