Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 31

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Page 31
varðandi „neytendakaup", heldur skal stuttlega getið um nokkur þeirra sér- ákyæða um þessa tegund kaupa, sem bætt var við ýmis ákvæði kaupalaganna. i 45. gr.-a er sérákvæði um galla í ,,neytendakaupum“. Segir þar, að varð- andi ,,neytendakaup“ þar sem seljandi hafi atvinnu af verslunarstarfsemi, teljist söluvara vera gölluð, ef villandi upplýsingar um vöruna hafi verið gefnar á umbúðum eða í auglýsingu eða tilkynningu til almennings eða kaupandans, og teija megi, að upplýsingar þessar hafi skipt máli við kaupin. Þó gildir þetta ekki, ef seljandi eða upplýsingargjafi hafa leiðrétt hinar villandi upp- lýsingar á nægilega greinilegan hátt. Hafi upplýsingarnar verið gefnar af framleiðanda vöru eða af öðrum aðila, sem haft hefur vöruna með höndum, áður en hún komst í hendur hins „endanlega" seljanda, verður upplýsingar- gjafi ábyrgur gagnvart kaupanda og getur þá reyndar, eftir atvikum, komið til samábyrgð seljanda og upplýsingargjafa. Hafi „neytendavara", sem lögin höfða til, verið seld „í núverandi ásigkomulagi" eða með öðrum þvílíkum fyrir- vara, skal þó, skv. 45. gr. -b, talið, að um galla sé að ræða, ef 1) söluhlutur er ekki til samræmis við upplýsingar, sem seljandi hefur gefið, eða 2) seljandi hefur látið undir höfuð leggjast að gefa upplýsingar um eiginieika söluhlutar, sem hann hlaut að þekkja til og sem kaupandi mátti reikna með að látnar yrðu í té, eða 3) ef söluhlutur er í talsvert verra ásigkomulagi en kaupandi mátti búast við miðað við upphæð kaupverðs og með tilliti til annarra aðstæðna. í 49. gr. eru nú ítarlegar reglur um heimild seljanda til að bæta úr göllum á söluhlut eða bjóða ógallaða vöru í stað gallaðrar, og að öðru leyti um réttar- stöðu kaupanda og seljanda varðandi þau atriði. Skv. 49. gr. -a getur kaup- anid nú valið þann kostinn að beina kröfu vegna galla á „neytendavöru" rak- leiðis til aðila, sem hinn „endanlegi" seljandi fékk vöruna frá, en þó er þessi heimiid kaupanda háð því skilyrði, að seljandi eigi samsvarandi kröfu á hend- ur viðkomandi þriðja aðila. í 3. mgr. 52. gr. er sérákvæði um kvörtunarfrest til handa kaupanda í „neytendakaupum", en skv. 54. gr. verður kvörtun þó að jafnaði að hafa borist seljanda innan tveggja ára frá afhendingu söluhlut- ar, svo sem fyrr hefur verið um getið. Sænsku lögin um „neytendakaup" eru í 19 greinum. i 1. gr. er gildissviði laganna lýst og segir þar, að lögin gildi „nár konsument av náringsidkare köper vara, som ár avsedd huvudsakligen för enskilt bruk och som sáljas i náringsidkarens yrkesmássiga verksamhet", en lögin gilda, skv. sömu gr., einnig þegar verslunarmaður á viðkomandi sviði kemur fram sem umboðs- maður seljanda, sem ekki hefur atvinnu af slíkri sölumennsku. Skv. 2. gr. verður eigi vikið frá ákvæðum laganna neytanda í óhag, og tryggja þau því neytendum viss lágmarksréttindi eins og norsku lögin. Lögin geyma ekki tæmandi reglur um „neytendakaup", en þó er þar kveðið á um nokkur mikilvæg atriði, einkum um úrræði kaupanda vegna galla á sölu- hlut og vegna afhendingardráttar. Er þar sumt á annan veg en í norsku lög- unum, og má sem dæmi nefna ákvæði 6. gr. um, að kaupandi geti krafist skaðabóta frá seljanda vegna kostnaðar, sem hann (þ. e. kaupandinn) hefur orðið fyrir vegna galla á söluhlut eða vegna afhendingardráttar, nema selj- andi sanni, að hann hafi ekki átt sök á vanefndinni (sakarábyrgð með öfugri sönnunarbyrði). i lögunum eru allnákvæm ákvæði um það, hvenær söluhlutur telst vera gallaður. Telst söluvara m. a. gölluð, ef hún hefur verið seld í blóra við sölubann, sem á að koma í veg fyrir, að notkun vörunnar valdi 125

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.