Tímarit lögfræðinga - 01.11.1975, Qupperneq 33
í sænsku greinargerðinni og í danska frumvarpinu er ætlast til, að 36. gr.
samningalaganna (févítisákvæðið, sem samsvarar 35. gr. ísl. samningalag-
anna) falli brott í núverandi mynd, en að hið nýja ákvæði komi þess í stað.
Jafnframt er þar gert ráð fyrir nokkrum öðrum breytingum á sumum ógild-
ingarákvæðum samningalaganna, sem standa í sambandi við gildissvið hins
nýja ákvæðis, og einnig, að numin verði úr gildi ákvæði í ýmsum öðrum lög-
um þar sem svo er fyrir mælt, að samninga á nánar tilgreindum sérsviðum
megi eða skuli ógilda, ef beiting þeirra verði talin ótilhlýðileg. Má þar nefna
8. gr. sænskra og danskra laga um afborgunarkaup, 34. gr. laga um vátrygg-
ingarsamninga, 29. gr. höfundalaga og 8. gr. laga um skuldabréf. Rökin fyrir
því, að lagt er til, að þessi ákvæði falli brott, eru þau, að hið nýja og almenna
ógildingarákvæði í samningalögunum muni nánast gera þau óþörf. Hins vegar
var talið, að 33. gr. sænsku og dönsku samningalaganna (sem samsvarar 32.
gr. íslensku laganna) mætti standa óbreytt framvegis, m. a. sökum þess, að
löng hefð væri komin á túlkun þeirrar greinar og mikill fjöldi dómsúrlausna
fjallaði um beitingu hennar. Myndi þá hin nýja 36. gr. vera almenna ógild-
irigarákvæðinu í 33. gr. til fyllingar, enda mun víðtækari.
Páll SigurSsson
FRÉTTIR FRÁ BSRB
Eins og lög nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna gera ráð
fyrir, lagði BSRB fram kröfugerð sína um aðalkjarasamning hinn 1. september
s.l., en uppsögn á aðalkjarasamningi felur jafnframt í sér uppsögn á sérsamn-
ingum einstakra aðildarfélaga. Kröfugerð um sérsamninga einstakra félaga
var síðan lögð fram mánuði síðar eða 1. október.
Jafnhliða kröfugerð BSRB var lögð fram svo hljóðandi krafa:
„Samninganefnd BSRB ítrekar þá kröfu, sem bandalagsstjórn hefur þegar
gert til fjármálaráðherra, um fullan samningsrétt til handa opinberum starfs-
mönnum, og leggur áherslu á nauðsyn þess, að slíkur réttur verði veittur nú
þegar.“
í þessari kröfu felst krafa um afnám laga nr. 33/1915 um verkfall opinberra
starfsmanna ásamt verulegum breytingum á núgildandi kjarasamningalögum
nr. 46/1973. Krafist er afnáms Kjaradóms sem lokastigs í kjaradeilum. Þess í
stað komi fullur samningsréttur eða verkfallsréttur, en krafan um verkfallsrétt
hefur verið eitt af helstu baráttumálum BSRB allt frá stofnun þess.
Vafalítið má telja, að krafan um verkfallsrétt hafi fengið byr undir báða
vængi með dómi Hæstaréttar 12. desember 1974, þar sem dæmt var, að ríkinu
væri heimilt að ráða starfsmenn með gagnkvæmum uppsagnarfresti, en í því
felst að ríkið geti sagt starfsmönnum, sem þannig eru ráðnir, upp með 3 mán-
aða fyrirvara, án þess að um brot í starfi hafi verið að ræða. Ýmsir hafa talið,
að með þessum dómi hafi Hæstiréttur kistulagt hið margrómaða starfsöryggi
ríkisstarfsmanna. BSRB hefur jafnframt bent á það, að verkfallsréttur sé fyrir
hendi hjá opinberum starfsmönnum í Svíþjóð og Finnlandi, og á vissan hátt
hjá Norðmönnum einnig.
Þegar nokkuð var liðið á októbermánuð án þess að nokkur teljandi árangur
127