Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 3
miAIÍIT-« L(íi.iim:i)I\(.a 3. HEFTI 26. ÁRGANGUR NÓVEMBER 1976 LAGASMÍÐ Á öðrum stað í þessu hefti er birt grein um ný lög um fjölbýlishús. Kemur þar m.a. fram, að drög að tveimur reglugerðum fylgdu frumvarpi til laga þess- ara, þegar það var lagt fyrir Alþingi. Reglugerðir voru síðan settar í samræmi við þessi drög. Nú gilda því þrenns konar ákvæði um fjölbýlishús, öll sett á þessu ári: lög nr. 59/1976, reglugerð nr. 280/1976 um samþykktir fyrir hús- félög og reglugerð nr. 281/1976 um ákvörðun eignarhluta í fjölbýlishúsum. Fátítt er að setja reglur með þessum hætti, en ákvæðin um fjölbýlishús eru þó ekki einsdæmi. Aðferðin hefur vissa kosti. Sá sveigjanleiki, sem fylgir reglu- gerðum, útilokar ekki, þegar svona er að málum staðið, að í upphafi fáist yfirlit yfir þau ákvæði, sem taka munu gildi um það réttarsvið, sem er til með- ferðar. Jafnframt getur verið heppilegt, eins og hér var, að frávíkjanlegar reglur séu í reglugerð, en ekki í lögum, sérstaklega þegar líklegt er, að þær komi ekki til framkvæmda að jafnaði. Þannig á rgl. nr. 280/1976 aðeins að varða sum fjölbýlishús. Ef sérstakar húsfélagssamþykktir hafa verið gerðar með lögmætum hætti og þeim þinglýst, á ekki að beita reglugerðinni. Það sem nú var rakið, minnir á, að margs þarf að gæta, þegar lög og reglugerðir eru samdar. Enginn kostur er að gera því máli veruleg skil í þess- um pistli, en minna má á þrennt, sem lögfræðingar verða stundum varir við í störfum sínum: 1) Ákvæði um eitt og sama atriði eru oft að þarflausu á vfð og dreif í lög- um og reglugerðum. Engin skynsamleg ástæða er t.d. til þess að hafa ákvæði um ölvun við akstur bæði í áfengislögum og umferðarlögum. Þó að þetta sé fremur einfalt mál og lögfræðingum til lítillar armæðu, er þetta því til fyrir- stöðu að aðrir geri sér hjálparlaust grein fyrir reglum um ölvunarakstur. Að vísu er það svo, að lög eru sjaldan samin með þeim hætti, að þau séu auðskilin hverjum og einum. Tilraunir til að breyta lagastíl í slíka átt, sem gerðar hafa verið í grannlöndum okkar, munu hafa gefist miður vel. Þó á auðvitað ekki að flækja lagareglur að óþörfu, svo sem er um ákvæðin um ölvun við akstur. 2) Þar sem lög mæla fyrir um setningu reglugerða eða heimila slíkt, er oft- 97

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.