Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 8
II. Með lögum nr. 80 frá 1938 um stéttarfélög og vinnudeilur hér eftir skammstafað vl., var hér á landi í þessum efnum farið inn á þá sömu braut og hin Norðurlöndin höfðu áður gengið. Var sérstakur dóm- stóll, Félagsdómur, settur á stofn til að dæma um réttarágreining milli aðilja vinnumarkaðarins og önnur þau atriði, sem nefnd lög setja reglur um og eru í beinum eða óbeinum tengslum við nefnda aðilja. Verður nú lýst skipan, verkefnum og starfsháttum Félagsdóms, eins og þeir hafa orðið frá því hann var settur á stofn, en með síðari lög- um hafa Félagsdómi verið fengin í hendur aukin verkefni frá því sem gert var með vinnulöggjöfinni frá 1938. Skipan dómsins. Félagsdóm skipa 5 dómendur. Nefnir Hæstiréttur tvo þeirra. Skulu þeir hafa lokið embættisprófi í lögum, og er annar þeirra nefndur til þess að vera forseti dómsins. Þá nefnir Hæstiréttur einnig 3 menn til vals fyrir félagsmálaráð- herra, sem skipar einn dómara úr þeirra hópi. Alþýðusamband Islands skipar einn dómara og Vinnuveitendasam- band Tslands annan. Þessir aðiljar velja með sama hætti jafnmarga dómendur til vara, er taka sæti í dóminum í forföllum hinna reglulega dómenda. í 39. gr. vl. er svo mælt, að sé vinnuveitandi sem ekki er í Vinnu- veitendasambandi Islands, aðili máls, skuli hann nefna dómai’a til setu í því máli í stað þess dómara, sem skipaður er af Vinnuveitendasam- bandinu. Skal vinnuveitandinn hafa tilnefnt dómara, áður en hálfur stefnufrestur er liðinn, ella nefnir forseti dómsins dómara til að dæma í málinu. I reynd varð þetta að jafnaði svo þann tíma, er sá er þetta ritar, var dómforseti, að vinnuveitendur utan Vinnuveitendasambands Íslands neyttu sjaldan þessa réttar síns. Var það þá föst regla að dómforseti nefndi þann dómara, sem Vinnuveitendasamband Islands hafði skipað í Félagsdóm, til þess að dæma í því sérstaka máli. Stuðl- aði sú regla að samfelldari stefnu í afgreiðslu mála. Er það skoðun mín að þessi réttur einstakra vinnuveitenda til að nefna dómara af sinni hálfu sé ekki til neinna bóta, hvorki fyrir aðilja máls né dóminn sjálfan. I þessu sambandi er og á að líta, að í 39. gr. vl. segir ekkert um það, að samskonar regla skuli gilda, ef aðili máls er stéttarfélag eða stétt- arfélagasamband, sem ekki er í Alþýðusambandi íslands. Þetta atriði kom til álita skömmu eftir stofnun Félágsdóms, og voru ákvæði 39. 102

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.