Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 7
Á fyrstu árum verkalýðshreyfingarinnar var vinnustöðvunum, verkfalli eða verkbanni, bæði beitt til lausnar á réttarágreiningsatr- iðum og hagsmunaágreiningi. En aðiljar vinnumarkaðarins komust brátt að þeirri niðurstöðu, að vinnustöðvunaraðferðin væri bæði dýrt og óþénugt tæki til að leysa réttarágreiningsmál. Með þeirri baráttu- aðferð var nærtækt að sá sigraði, sem sterkari var, en ekki endilega sá, sem réttinn átti. Varð því snemnia samstaða um það hér á Norður- löndum, að heppilegast væri, að sérstakir dómstólar fengju þessi rétt- arágreiningsmál til meðferðar, og varð niðurstaðan sú, að settir voru á stofn sérstakir vinnumarkaðsdómstólar. Má þar fyrst nefna Den faste voldgiftsret í Danmörku, sem átti rætur að rekja til gerðardóm- stóls, sem komst á laggirnar eftir mikla vinnudeilu 1899. f Noregi var slíkur dómstóll, Arbetsretten, stofnsettur árið 1916, og í Svíþjóð komst Arbetsdomstolen á fót árið 1928. Það er sérkenni þessara dómstóla, að aðiljar vinnumarkaðarins, þ. e. a. s. heildarsamtök þeirra, hafa nokkra íhlutan um val dómenda. Á það m.a. að stuðla að því, að í dómi sitji menn með sérþekkingu í vinnumarkaðsmálum. Annað einkenni vinnumarkaðsdómstóla er það, að málsmeðferð sé sem hröðust, til þess að endanlég úrslit máls fáist sem fyrst. Er þá m.a. til þess litið, að kjarasamningar gilda oftast til- tölulega skamman tíma, 1—2 ár í mesta lagi. Eiga ýmsar sérreglur um málsmeðferð fyrir þessum dómstólum að stuðla að því, að eigi þurfi lengi að bíða endanlegrar úrlausnar. T.d. verður dómum vinnumarks- dómstólanna eigi skotið til æðra dóms. Félagsdómur er um margt sérstæður í íslenska dómsmálakerfinu, enda fjallar hann um ágrein- ingsatriði, sem eru á mörkum þess, sem dóm- stólar fást yfirleitt við. Þessi dómstóll hefur nú starfað í tæplega fjóra ártaugi, og hafa því myndast ýmsar fordæmisreglur, sem hann varða. Hákon Guðmundsson var forseti Félags- dóms 1938—1974, og hefur hann samið grein þá, er hér birtist, og skýrt frá reglum laga nr. 80/1938, fordæmisreglum um Félagsdóm og skoðunum sínum á ýmsum álitamálum á þessu sviði. Hákon var hæstaréttarritari 1936—1964 og yfirborgardómari í Reykjavík eftir það til ársloka 1973, er hann lét af embætti fyrir ald- urs sakir. 101

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.