Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 16

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 16
ins, en úr hópi þeirra skipar félagsmálaráðherra ríkissáttasemj ara og héraðssáttasem j ara. Aðild máls fyrir Félagsdómi. Um hana gilda þær sérstöku reglur samkvæmt 45. gr. vl. að sam- bönd stéttarfélaga skulu fara með mál sambandsfélaga sinna. Á sama hátt skulu vinnuveitendasambönd reka mál vegna félaga sinna. Heiti máls getur samkvæmt þessu t.d. verið Alþýðusamband Islands f.h. Iðju, félags verksmiðjufólks vegna Guðna Guðasonar gegn Vinnuveit- endasambandi íslands f.h. Félágs íslenskra iðnrekenda vegna Gísla Gíslasonar. Félög, sem ekki eru í neinu sambandi reka mál sín sjálf og í eigin nafni. Einstakir félagar, félög eða einstaklingar, geta þó rekið mál sín sjálfir, enda hafi samband það eða félag, sem hlut á að máli, neitað að reka málið. Skal aðili máls leggja fyrir forseta Félagsdóms yfirlýsingu þess efnis, áður en stefna er gefin út. Fd. IV. 178. Þetta málssóknarumboð 45. gr. vl. miðar að því að veita heildarsam- tökum launþéga og vinnuveitenda aðstöðu til þess að fylgjast með framkvæmd gerðra kjarasamninga og félagslegum athöfnum félagsað- ilja sinna á vettvangi vinnumarkaðarins. Er þetta eðlileg regla, m.a. með tilliti til samningsaðildar stéttarfélaganna samkvæmt 5. gr. vl., en mál þau, sem fyrir Félagsdóm koma snerta í flestum tilvikum kjara- samninga á einhvern hátt. Hér er einnig um að ræða vissan þátt í agavaldi heildarsamtakanna yfir félagsaðiljum sínum, er gefur þeim betra færi á að beita áhrifum sínum til að stuðla að samræmdri fram- kvæmd í samskiptum aðilja vinnumarkaðarins, en yfirsýn í þessum efnum getur m.a. stuðlað að því að koma í veg fyrir deilur og málaferli. Þessi málflutningsaðild félags eða sambands byggist einnig á því, að félagið gerir bæði að formi og í reynd kjarasamninga. Fyrirsvars- menn þess hafa af þeim sökum betri þekkingu á ákvæðum samningsins og yfirsýn, hvað í einstökum ákvæðum hans felst og hvernig beri að skýra þau. Þá er og á það að líta, að samkvæmt 7. gr. vl. eru einstakir félagsmenn háðir ákvörðunum félags síns, í reynd félagsstjórnar, um öll frávik frá ákvæðum kjarasamnings og verða að hlíta því, að af hálfu félagsins sem samningsaðila sé haldið fram skilningi á ákvæðum hans, sem einstakur félagsmaður lætur sig litlu skipta eða telur sig jafnvel eiga persónulega hagsmuni undir því að ekki sé fylgt til hins ítrasta. Einstök sambandsfélög eða einstaklingar eru þó ekki, eins og áður er sagt, alveg háðir ákvörðun sambands eða félags um rétt sinn sam- kvæmt kjarasamningi. Þeim er heimilt að sækja mál sín sjálfir, hafi 110

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.