Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 20
Hrafn Bragason borgardómari: NÝ LÖG UM FJÖLBÝLISHÚS i. Ný lög um fjölbýlishús gengu í gildi 11. júní s.l. Lög þessi, nr. 59/1976, komu í stað laga nr. 19/1959 um sameigin fjölbýlishúsa. Af þeim lögum var töluverð reynsla fengin. Hún var að mörgu leyti góð, en þó þótti nokkuð á skorta, að farið væri eftir sumurn ákvæðum lag- anna, t.d. um gerð og þiriglýsingu sameignarsamninga. Voru ákvæðin um þá samninga þó mikilvæg. Þá var aldrei sett reglugerð samkvæmt lögunum frá 1959, þar sem nánar væri kveðið á um sambýlishætti í fjölbýlishúsum. 1 nýju lögunum eru lögin frá 1959 höfð til fyrirmynd- ar um margt og mörg ákvæði þeirra tekin upp lítið breytt. Erlend lög- gjöf hefur einnig verið höfð til hliðsjónar, en það var ekki gert, þegar lögin frá 1959 voru undirbúin, að því er í greinargerð þeirra segir. Aðallega var nú leitað fanga í danskri álitsgerð: Betænkning angáende ejerlejligheder nr. 395 1965. Var hún tekin saman, þegar lög um „ejer- lejligheder" eða íbúðir í einkaeign voru í undirbúningi. Árið 1966 voru sett lög um slíkar íbúðir í Danmörku, og voru þau nýmæli. Eignaraðild að fjölbýlishúsum er háttað með ýmsu móti. Húsið get- ur allt verið eign sama manns, það getur verið háð lagaákvæðum um verkamannabústaði (4. kafli 1. nr. 30/1970 um Húsnæðismálastofn- un ríkisins), lagaákvæðum um byggingasamvinnufélög (1. nr. 36/1952 og nr. 59/1973) og um önnur samvinnufélög (1. nr. 46/1937), og hver íbúð húss getur verið í einkaeign, óháð eignaraðild að hinum íbúðun- um. Er hið síðasttalda mjög algengt, sérstaklega í Reykjavík, og fjalla hin nýju lög einkum um það. — Hér á eftir verður leitast við að gera grein fyrir lögum nr. 59/1976 og hver nýmæli þau hafi að griyma. II. Lögum nr. 59/1976 er eins og lögunum frá 1959 skipt í 5 kafla. 1 I. kafla er fjallað um gildissvið laganna; II. kafli ber yfirskriftina 114

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.