Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 26

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 26
ósæmilégrar hegðunar með útburðargerð, sbr. Hrd. 1946 bls. 362. Þar stóð svo á, að A og B áttu í óskiptri sameign húseign. Hafði A eign- arráð efri hæðar, en B neðri hæðar. Báðir höfðu umráð og afnot kjall- ara. Sonur B og gestir hans röskuðu stórlega heimilisfriði og högum A með háreisti og svalli dag og nótt. Ekki vildi B styða A til að létta ófögnuði þessum. Var talið, að A ætti rétt á aðstoð fógeta til að svipta son B umráðum húsnæðisins. Var þessi niðurstaða byggð á réttarsam- bandi aðila vegna sameignarinnar, sem talin var leiða til þess, að þeim bæi'i að stuðla að því eftir bestu getu, að hvor um sig gæti ótruflaður notfært sér sinn hluta hússins. Ljóst er, að nokkur óvissa ríkir um, hvernig beita eigi þessum rétti. I lögum nr. 59/1976 er reynt að skapa reglu um það. Hugleiða má, hvort þetta nýja ákvæði takmarki rétt eins íbúðareiganda í fjölbýlishúsi til þess að krefjast þess, að annar íbúi rými húsnæði á sama hátt og viðurkennt var í dómi Hæstarétt- ar 1946. Verður það ekki talið. 1 17. gr. laganna ræðir eingöngu um húsfélag, og eðli málsins samkvæmt getur ónæði frá einni íbúð komið verr við einn íbúðareiganda en annan. Óeðlilegt væri að svipta slíkan eiganda möguleikum til þess að leita réttar síns fyrir dómi, þótt meiri- hluti húsfélagsins vilji ekki styðja hann í því. Þó má búast við, að honum verði erfiðari málareksturinn, vilji aðrir íbúar ekki styðja hann. Kröfu sína byggir hann ekki á 17. gr. 1. nr. 59/1976, heldur þeim reglum, sem fram koma í dóminum. Þegar dómurinn var uppkveðinn, voru ekki til lög um fjölbýlishús. Má því álíta, að dómurinn byggi á reglum um venjulega sameign, þó að orð fógetaúi’skurðarins bendi til annars. Venjulegum reglum um sameign verður ekki fyrirvaralaust beitt um fjölbýlishús skv. nýju lögunum, þar sem eignarráðum er þai' háttað að nokkru með öðrum hætti. Verður því að athuga í hvert sinn, hvort slíkar reglur eigi við, kveði lögin ekki afdráttarlaust á um ágreiningsefnið. Eignir manna í fjölbýlishúsi eru þó svo nátengdar, að reglu dóms Hæstaréttar, sem hér er fjallað um, sýnist verða beitt um fjölbýlishús skv. lögunum. Hins vegar sýnist sú heimild, sem sam- eigandi hefur skv. reglu dómsins, mun takmarkaðri en heimild hús- félags skv. 17. gr. 1. um fjölbýlishús. Regla dómsins nær ekki tvímæla- laust til nema mjög grófra og ítrekaðra brota á umgengnisreglum, en 17. gr. er það rúmt orðuð, að hún hlýtur að veita frekari möguleika til að losna við óæskilega íbúa fjölbýlishúss. II. 5. Ýmis ákvæði. Auk venjulegra gildistökuákvæða hefur kaflinn að geyma ákvæði um sölu íbúða í fjölbýlishúsi, sbr. 18. gr. Seljandi skal, áður en samn- 120

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.