Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 33
samningum kennarafélaganna voru þau, a3 lækkaður var fjöldi menntunar stiga, sem þarf fyrir hvern launaflokk. Þá var yfirvinnustuðull hækkaður úr 1.2 í 1.3. Félag íslenskra fræða fékk heimildarákvæði fyrir launuðu rannsóknarleyfi til framhaldsnáms erlendis, sem svarar til allt að 3 mánaða á 6 ára fresti. Læknafélag íslands samdi um eins launaflokks hækkun fyrir yfirlækna og forstöðumenn (A-25 í A-26), og gildir það frá 1. júlí 1976. Prestafélag íslands samdi um hækkun um einn launaflokk fyrir alla nema biskup og gildir hækkunin frá 1. júlí 1977. Hækkun fékkst á greiðslum vegna ýmissa útgjalda við embættisrekstur. Hinn 14. júlí kvað Kjaradómur upp úrskurð um sérkjarasamninga annarra félaga innan BHM. Helstu niðurstöður dómsins voru þessar: 1. Öll starfsheiti, nema sjúkraþjálfara, hækka um einn launaflokk 1. jan. 1977. 2. Nokkur starfsheiti fá eins launaflokks hækkun til viðbótar og eitt starfs- heiti 2. launaflokka hækkun (lektor með doktors eða lic-próf). 3. Nokkur félög, sem ekki höfðu heimildarákvæði um námsleyfi, fá það nú. Hinn 9. september s.l. krafðist launamálaráð BHM endurskoðunar aðal- kjarasamnings síns við fjármálaráðherra. Gerð var krafa um 30% hækkun launa miðað við 1. júlí 1976 til viðbótar þeim hækkunum, sem felast í núgild- andi aðalkjarasamningi. Krafa þessi var studd eftirfarandi rökum: 1. Laun háskólamenntaðra ríkisstarfsmanna eru nú 30—60% lægri en laun sambærilegra stétta á almennum vinnumarkaði. 2. Kaupmáttur launa ríkisstarfsmanna hefur frá því 1. janúar 1974 rýrnað 20—25% meira en launa á almennum vinnumarkaði. 3. Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um rúm 14% frá 1. janúar 1976 til 1. júlí 1976. Á sama tíma hækkuðu laun ríkisstarfsmanna um 6—8%. Samninganefnd ríkisins hafnaði alfarið kröfu launamálaráðs BHM um end- urskoðun aðalkjarasamnings. Launamálráð BHM ákvað að reka málið ekki fyrir Kjaradómi, en reyna að knýja fram kjarabætur með öðrum aðferðum. GuSríður Þorsteinsdóttir. STARFSEM! SJÁLFSTÆTT STARFAND! HÁSKÓLAMANNA Dagana 15. og 16. okt. sl. efndi BHM til ráðstefnu um starfsemi siálfstætt starfandi háskólamanna, þ.e. þeirra félagsmanna sinna, sem hafa sjálfstæð- an rekstur með höndum. I undirbúningsnefnd áttu sæti: Jónas Bjarnason, Hilmar Ólafsson, Andrés Svanbjörnsson, Ragnar Aðalsteinsson, Guðmundur Hjálmarsson, Hróbjartur Hróbjartsson, Brynjólfur Kjartansson, Guttormur Sigbjarnarson, Skúli G. John- sen, Guðríður Þorsteinsdóttir og Magnús Skúlason. Nefndin hélt alls 13 fundi. Til ráðstefnunnar var boðið fulltrúum ýmissa samtaka oq stofnana, sem talið var að létu sig þetta málefni varða, ásamt fulltrúum þeirra aðildarfé- 127

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.