Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 4
ast nauðsynlegt að fá reglugerðarákvæði. Ella verða reglurnar á því sviði, sem um er að ræða, ófullkomnar og vandskýrðar. í grein þeirri hér í heftinu, sem nefnd er í upphafi, er minnt á, að í gildistíð laga nr. 19/1959 var ekki sett reglugerð um sambýlishætti í fjölbýlishúsum. Þó sagði í 20. gr. laganna: „Félagsmálaráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um sambýlisháttu fólks f fjölbýlishúsum." Alkunna er einnig, að ekki hafa verið settar allar þær reglu- gerðir, sem fyrirmæli eru um í gildandi lögum um tekjuskatt og eignarskatt nr. 68/1971. Engin almenn reglugerð um þetta svið hefur verið gefin út, síðan birt var reglugerð nr. 245/1963. Ákvæði vantar t.d. um frádráttarheimild vegna námskostnaðar, sem setja skal eftir 13. gr. laganna. Skattareglur eru mikil- vægar, og eiga borgararnir kröfu á, að réttaröryggi í allri skattaákvörðun og innheimtu skatta sé tryggt eins og kostur er. Þau lausatök, sem verið hafa á reglugerðasetningu eftir lögum nr. 68/1971 eru því óviðunandi. 3) Stundum hefur ekki tekist svo vel sem skyldi að breyta einstökum ákvæð- um í lögum. I nýprentuðum hæstaréttardómi, Hrd. XLVII 653, sem upp var kveðinn 2. júlí sl., er að finna dæmi um þetta. Þegar sett voru lög um að hér- aðsdómarar gætu verið fleiri en einn í sama lögsagnarumdæmi, lög nr. 98/1961, var 1. málsgr. 30. gr. einkamálalaganna um setudómara látin standa óbreytt. Óvissa skapaðist um, hvort allir borgardómarar í Reykjavík væru vanhæfir, ef yfirborgardómari mátti ekki fara með tiltekið dómsmál. Mun sú venja hafa orðið, að setudómari var skipaður, þegar þannig stóð á. Ekki virðist þetta þó hafa komið til úrskurðar í Hæstarétti fyrr en á sl. sumri, og taldi dómurinn, að þessi venja ætti ekki við lög að styðjast. Hefði mátt spara fé og fyrirhöfn, ef breytingarnar 1961 hefðu verið með öðrum hætti orðaðar. Fleira þessu líkt kemur við og við til dómstólanna. Til dæmis var nýlega dæmt í Hæstarétti mál um réttarfar í fasteignamálum í Reykjavík, Hrd. XLVII 286. Árið 1943 var lögunum um merkjadóm í Reykjavík breytt í því skyni að fækka mál- um þar fyrir dómi og taka upp í borginni meðferð samkvæmt landamerkjalög- um. Orðalag laganna frá 1943 var að ýmsu leyti óljóst, og hefur síðan verið nokkuð breytilegt, hvernig með mál þessi hefur verið farið. Þó er Ijóst,, að ekki hefur að öllu leyti verið farið eftir landamerkjalögunum í Reykjavík, því að dómruðning hefur ekki tíðkast þar. I máli því, sem fyrr er nefnt og dæmt var 5. aprll sl., taldi meirihluti Hæstaréttar að vfsu heimilt að dæma fasteigna- mál á bæjarþingi Reykjavíkur, en skylt að hafa meðdómsmenn, ef svo væri gert. Er jáetta dæmi um réttaróvissu vegna ónákvæmni í lagasetningu og réttarframkvæmd. Þó að hér sé ekki staður til að ræða frekar um lagasetningu, væri vafa- laust ástæða til að víkja að fleiri atriðum. Lagasmíð er vandasöm, og æski- legt er að komið sé betra skipulagi en nú tíðkast á vinnubrögð á þessu sviði. Eins og kunnugt er hafa lög nr. 48/1929 um laganefnd aldrei komið til fram- kvæmda, og er hvorki heppilegt né eðlilegt, að svo verði nú. Vitað er að al- þingismenn leita aðstoðar hjá starfsmönnum Alþingis um málfar og laga- tæknileg atriði, þegar þeir semja frumvörp og tillögur. Sennilega aðstoða starfsmenn þingflokkanna einnig þingmenn með svipuðum hætti. Hitt er óvíst, hvort nokkrar sérstakar ráðstafanir hafa verið gerðar til að vanda stjórnar- frumvörp, og er líklegt, að svo sé ekki. Heppilegt er að fela dómsmálaráðu- neytinu þetta verkefni, og mætti hafa sérstaka deild í ráðuneytinu 98

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.