Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 9
gr. vl. þá skýrð svo, að stéttarfélag utan Alþýðusambands Islands ætti ekki rétt á því að nefna dómara, þegar það er aðili máls, Fd. I. 5. Hef- ur þeirri reglu verið fylgt æ síðan og ekki aftur komið til ágreinings út af þessu atriði. Þessi skipan hefur reynst heppileg í framkvæmd, en hefur verið gagnrýnd á þeim grundvelli, að aðiljar máls búi ekki við jafnfræði að þessu leyti. Þegar Félagsdómur dæmir í málum, sem lögð eru undir dómsvald hans samkvæmt lögum nr. 70/1954 og lýst verður nánar síðar, víkja dómendur þeir, sem skipaðir eru af Alþýðusambandi Islands og Vinnu- veitendasambandi íslands, en í stað þeirra nefna aðiljar máls hvor sinn dómara úr hópi 18 manna, sem tilnefndir eru í því skyni af Lands- sambandi iðnaðarmanna, Iðnsveinaráði Alþýðusambands Islands og Félagi íslenskra iðnrekenda. Nefnir hvert þessara samtaka 6 menn til dómaravals og jafnmarga til vara. Nefni aðili máls ekki dómara af sinni hálfu í þessum málum skipar forseti Félagsdóms einhvern úr þess- um 18 manna hópi til dómsetu. Með lögum nr. 55/1962 um kjarasamninga opinberra starfsmanna voru mál út af þeim kjarasamningum lögð undir Félagsdóm. Þegar slík mál eru rekin fyrir Félagsdómi víkja þeir dómendur, sem nefndir eru af Alþýðusambandinu og Vinnuveitendasambandinu, sæti, en í þeirra stað koma samkvæmt 25. gr. sömu laga, nú 26. gr. laga nr. 46/1973, dómendur nefndir af fjármálaráðherra og þeim heildarsam- tökum starfsmanna ríkisins, sem hlotið hafa viðurkenningu fjármála- ráðherra, sbr. 1. mgr. 3. gr. síðast nefndra laga. Sjá nú og lög nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Dómendur í Félagsdómi eru skipaðir til þriggja ára í senn, nema þeir, sem nefndir eru til dómstarfa af aðiljum í einstökum málum. Fé- lagsmálaráðherra sér um að skipun í dóminn fari fram og tilkynnir þeim aðiljum, er eiga að skipa dómara, hvenær það skuli gert. Láti að- ili undir höfuð leggjast að nefna dómara innan þess tíma, sem ráðherra tiltekur, skal félagsmálaráðherra skipa dómara af hans hálfu, sbr. 40. gr. vl. Það er borgaraleg skylda að taka skipun sem dómari í Félagsdómi 41. gr. vl. Dómaraskilyrði. Dómarar skulu vera íslenskir ríkisborgarar, fjár síns ráðandi og hafa óflekkað mannorð. Annarra skilyrða er ekki krafist, að því und- anskildu, að þeir dómarar, sem Hæstiréttur skipar beint skulu hafa lok- ið embættisprófi í lögfræði. 103

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.