Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 12

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Síða 12
og kemur í stað sektar í ríkissjóð og tjónbóta samkvæmt almennum réglum skaðabótarréttarins. Við ákvörðun févítis bæri að sjálfsögðu að taka tillit til þess, hve stórfellt brotið er og livort ætla má, að mikið tjón hafi að því hlotist. Er hallkvæmt að hafa hér rúma reglu og svig- rúm fyrir dómstólinn, því að tjón af ólögmætum athöfnum á sviði vinnumarkaðarins er oft vandmetið og þá hagfellt að tvinna saman í févítinu refsinguna og bæturnar, án þess að taka þurfi nákvæmt mið af almennum skaðabótareglum. Ákvæði um févíti eru í sumum kjarasamningum, sbr. Fd. I. 6, V. 14, III. 194, IV. 160. Þó að vinnustöðvun sé lögmæt getur framkvæmd hennar verið ólög- mæt í einstökum atriðum. Eru þess mörg dæmi, að slíku sé t.d. haldið fram um svonefnda verkfallsvörslu. Félagsdómur dæmir ekki almennt í slíkum málum, þar sem slíkar at- hafnir falla að jafnaði ekki undir það að vera brot á sérákvæðum vl. Þær geta eigi að síður verið ólögmætar og leitt til skaðabótaskyldu samkvæmt öðrum lögum. Hefur Félagsdómur í tveim málum, Fd. III. 103 og 118, tekið afstöðu til þesskonar tilviks. I þessum málum voru málsatvik þau, að Vörubílstjórafélagið Þróttur hóf lögmætt verkfall hjá félagsmönnum Vinnuveitendasambands Islands. Hlutafélagið Is- björninn, sem ekki var í sambandinu, rak hraðfrystistöð og ók að jafn- aði hinum frysta fiski sínum til skips til útflutnings á eigin bifreið- um. Félagið notaði þó einnig leigubifreiðar eftir því sem með þurft. Bifreiðarstjórar Isbjarnarins voru félagsmenn í Verkamannafélaginu Dagsbrún. Það félag hafði boðað samúðarverkfall með Þrótti, sem náði þó aðeins til vinnu í sambandi við flutninga til Keflavíkurflugvallar, en ekki til þeirra flutninga ísbjarnárins, sem hér var um að ræða. Dág einn, þegar verið var að flytja frystan fisk frá Isbirninum til skips til útflutnings á bifreið hlutafélagsins og annari, sem framkvæmda- stjóri þess átti, lögðu bifreiðarstjórarnir niður vinnu vegna þess, að þeirra sögn, að formaður Þróttar hefði bannað þeim að halda áfram akstrinum. Isbjörninn höfðaði mál gegn þrótti og krafðist þess, að athafnir Þróttar í þessu sambandi yrðu dæmdar „brot á lögum nr. 80/1938,“ og að það félag yrði dæmt bótaskylt vegna fjártjóns, sem ísbjörninn hefði orðið fyrir af nefndri stöðvun. Inntak málsins var það, hvort forráðamenn Þróttar, en það félag hafði efnt til lögmæts verkfalls, af sinni hálfu, að því er varðaði vinnu þessara manna, hefðu með hótun eða valdbeitingu átt sök á því að tveir menn úr öðru verkalýðsfélagi, sem ekki hafði boðað til verkfalls, hefðu hætt venju- legri vinnu sinni. 106

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.