Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 10

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 10
Um hæfni dómara til að dæma í einstökum málum hefur verið beitt reglum réttarfarslaga að því er snertir þá dómara, sem nefndir eru af Hæstarétti og félagsmálaráðherra. Hinsvegar hefur ekki verið farið strangt í sakirnar að því er varðar þá dómara, sem tilnefndir eru af að- iljum vinnumarkaðarins. Þannig hefur forseti stéttarfélagasambands dæmt í máli þess sama sambands, Fd. I. 130, og starfsmaður laun- þegasamtaka hefur dæmt í máli þeirra sömu samtaka Fd. VI. 119. Þetta er óheppileg regla. Það er að vísu einkenni dómstóla í vinnu- markaðsmálum, að höfuðaðiljar vinnumarkaðarins hafi íhlutun um val dómara. En hafa ber í huga, að sá maður, sem valinn er til að sitja í dómarasæti, er ekki þangað kominn til málflutnings, heldur vegna þekkingar á þeim málum, sem fyrir dóminn koma. Málflutningur á að fara fram fyrir dóminum en ekki innan hans, eins og hætt er við að verði, ef aðili máls eða beinn umbjóðandi hans situr í dómi. Rétt væri að sett yrðu skýr og ákveðin fyrirmæli um hæfi dómara í einstökum málum, sem fyrir Félagsdóm koma. Samkvæmt 48. gr. vl. skulu dómarar, sem eru almennt skipaðir til þriggja ára í senn, dæma þau mál, sem höfðuð hafa verið fyrir dóm- inum á skipunartímabili þeirra, þótt það endi áður en meðferð ein- staks máls lýkur. Er þessi regla væntanlega sett til þess að ekki þurfi að verða dráttur á málsmeðferð vegna dómaraskipta. I framkvæmd hefur þeirri reglu hinsvegar að jafnaði verið fylgt, að dómari taki ekki þátt í meðferð máls eftir að skipunartímabili hans er lokið, og hann hefur ekki verið nefndur í dóminn á ný. Hitt er þó til að dómari haldi áfram dómstörfum samkvæmt ákvæði 48. gr. vl. sbr. Fd. II. 107, 115, 119 og 122. Verkefni Félagsdóms. í 44. gr. vl. eru verkefni Félagsdóms talin upp og eru þau þessi: 1. Að dæma í málum út af brotum á lögum nr. 80/1938 og tjóni, sem hlotist hefur af ólögmætum vinnustöðvunum. Höfuðeinkenni þessa málaflokks eru brot á II. kafla vl. um vinnu- stöðvanir eða þá ágreiningur um það, hvort fyrirmælum þessa kafla vl. hafi verið fylgt við ákvarðanatöku um að hefja vinnustöðvun, sbr. 15. gr., hvort verkfall hafi verið tilkynnt með lögmætum fyrirvara og allrar tilkynningarskyldu í sambandi við boðun verkfalls gætt. Sé vinnustöðvun, hvort heldur af forms eða efnisástæðum, ólögmæt, dæm- ir Félagsdómur einnig um bótakröfur, sem út af slíkum athöfnum rísa, sbr. 65. gr. vl. Undir dómsvald Félagsdóms falla einnig mál út af brotum á 2. gr. 104

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.