Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 37
un á samningstímabilinu. Megintilgangur verkfallsréttarbaráttu BSRB var að losna við gerðardóma vegna slæmrar reynslu af því fyrirkomulagi. Nýr aðalkjarasamningur var undirritaður 1. apríl s.l., og jafnframt var gert samkomulag um efnisatriði nýrrar löggjafar um kjarasamninga BSRB. í sam- ræmi við það var flutt frumvarp til laga um kjarasamninga Bandalags starfs- manna ríkis og bæja, sem var samþykkt sem lög nr. 29/1976. Verður hér getið nokkurra helstu atriða samkomulagsins: 1. Lögin um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins verði óbreytt um sinn í meginatriðum, en skipuð verði nefnd til að endurskoða lögin. Miðað er við, að æviráðning verði ekki felld niður en þrengd, og þeir sem þegar hafi ævi- ráðningu haldi henni. 2. Sett verði ný lög í stað laga nr. 46/1973 um kjarasamninga opinberra starfsmanna og laga nr. 33/1915 um verkfall opinberra starfsmanna. Lög þessi öðlist gildi 1. júlí 1977. 3. Aðalkjarasamningur veröi gerður af BSRB svo sem verið hefur, og verði gildistími samningsins 24 mánuðir. 4. Ef sérsamningum einstakra félaga er ekki lokið innan 45 daga frá und- irritun aðalkjarasamnings, fari deilan til Kjaranefndar, sem kveður upp úr- skurð innan 45 daga, frá því að hún tók deiluna til meðferðar. 5. Við gerð aðalkjarasamnings sé það almenn regla, að heimilt sé að gera verkföll og verkbönn til að stuðla að framgangi krafna í vinnudeilum. 6. Tilteknum starfsmönnum sé óheimilt að vera verkföll. Þeir eru t.d. hæstaréttardómarar, ríkissaksóknari, sáttasemjari, héraðsdómarar, sak- sóknarar, hæstaréttarritari, lögreglustjórar og fulltrúar lögreglustjórans í Reykjavík, tollstjórar, tollgæslustjóri, fulltrúar saksóknara, ráðuneytisstjór- ar, skrifstofustjórar og deildarstjórar í ráðuneytum, sendiherrar og starfsmenn íslenskra sendiráða erlendis, starfsmenn sáttasemjara og launa- deildar, forstöðumenn stjórnsýslustofnana ríkisins o.fl. 7. Verkfall skal boða með 15 daga fyrirvara, og má ekki hefja verkfall, fyrr en felld hefur verið sáttatillaga sem sáttanefnd leggur fram. Þegar sátta- tillaga hefur verið lögð fram, getur sáttanefnd frestað verkfalli í allt að 15 daga. 8. Sáttatillaga telst felld, ef yfir 50% greiddra atkvæða er á móti henni, enda hafi yfir 50% á kjörskrá greitt atkvæði. 9. Halda skal uppi nauðsynlegri öryggisgæslu og heilsugæslu þrátt fyrir verkfall. Sérstök kjaradeilunefnd ákveður, hvaða starfsmenn skuli vinna í verkfalli. í nefndinni eiga sæti 9 menn, 3 valdir af fjármálaráðherra, 3 af heild- arsamtökum launþega, 2 kjörnir af sameinuðu Alþingi, en 1 skipaður af Hæsta- rétti og skal hann vera formaður nefndarinnar. Hér eru aðeins nefnd nokkur meginatriði þessa samkomulags, og á grund- velli hinna nýju laga verða væntanlega gerðir kjarasamningar með verkfalls- rétti eftir 1. júlí 1977. Eins og fram hefur komið ná lögin aðeins til félagsmanna B.S.R.B. Sérsamningar einstakra félaga um röðun í launaflokka og önnur sérákvæði félaganna tókust ekki að einu félagi undanskildu. Gengu málin til Kjaranefnd- ar, sem skilaði úrskurði 14. ágúst s.l. Megn óánægja ríkir með niðurstöðu Kjaranefndar. Virðist það vera almenn skoðun þeirra, sem hlut eiga að máli, að mjög óverulegar leiðréttingar hafi fengist, t.d. hvað snertir þau störf, sem hafa skýran samanburð við almenna vinnumarkaðinn. 131

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.