Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 15
ar Félagsdóms um það, hvort starfsemi félli undir I. og II. kafla laga um iðju og iðnað, svo og um það, til hvaða löggiltrar iðngreinar hún tæki. Til úrlausnar hafa aðeins komið tvö mál þessarar tegundar, Fd. IV. 187 og VI. 128. C. Árið 1962 voru sett lög um kjarasamninga opinberra starfsmanna, nr. 55/1962. I VII. kafla, 25. gr. laganna segir, að Félagsdómur dæmi í málum, sem rísa milli samningsaðilja út af brotum á lögunum og ágreiningi um skilning á kjarasamningi og gildi hans. Svarar þetta ákvæði að sínu leyti til 2. liðar 44. gr. vl. Samkvæmt 21. gr. laganna bindur dómur Kjaradóms aðilja á sama hátt og kjarasamningar þeirra, og gilda sömu reglur um uppsögn og framlengingu slíks dóms og kjarasamninga samkvæmt sömu lögum. Hefur Félagsdómur eftir gildistöku laga nr. 55 1962, nú lög nr. 46/1973, fengið til úrlausnar mörg mál út af kjarasamningum, sem gerðir hafa verið samkvæmt nefndum lögum. Einnig hefur Félagsdómur dæmt í ágreiningsmálum út af dómum Kjaradóms: Fd. IV. 167, 214 og Fd. V. 50, 75, 118. Geta má þess, að Félagsdómur dæmir ekki um vald- mörk Kjaradóms Fd. IV. 29, sbr. Hrd. XXXVIII, 3. Á sama hátt og Félagsdómur dæmir í málum, sem rísa út af brotum á vl., dæmir hann og í málum, sem rísa út af brotum á lögum um kjara- samninga opinberra starfsmanna. Nokkuð er það óljóst, hverskonar brot á nefndum lögum falla undir dómsvald Félagsdóms. Þar yrði helst um ágreining á skilningi á ákvæðum laganna að ræða, því að refsing er ekki lögð við brotum á þeim. Hafa þessi atriði lítt komið til kasta Félagsdóms. í einu máli, Fd. V. 82, kemur fram, að Félagsdómur telur sig eiga dóm um það, hvort uppsagnir lækna árið 1962 séu brot á lögum nr. 55/1962. Hratt Félagsdómur kröfu læknanna um frávísun. Þeim úrskurði var skotið til Hæstaréttar, en málið féll niður með sátt, sem gerð var áður en Hæstiréttur legði dóm á kærumálið. Samkvæmt 34. gr. laga nr. 29/1976 um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis- og bæja dæmir Félagsdómur um eftirtalin atriði í samskiptum ríkisins og nefndra launþegasamtaka: 1. Gildi verkfalls, sbr. III. kafla láganna. 2. Kjarasaminga. 3. Félagsréttindi ríkisstarfsmanna. 4. Kjörskrár, sbr. 21. gr. sömu laga. 5. Ágreining um hverjir falli undir ákvæði 29. gr. laga nr. 38/1954. 5. Auk dómstarfa þeirra, sem hér hafa verið rakin, nefnir Félags- dómur sáttasemjaraefni fyrir hvert hinna fjögurra sáttaumdæma lands- 109

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.