Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 6

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Blaðsíða 6
Hákon Guðmimdsson fyrrverandi forseti Félagsdóms: FÉLAGSDÓMUR I. 1 samskiptum launþega og vinnuveitenda og í átökum þeirra um kaup og kjör er í nútíma vinnumarkaðsrétti gerður greinarmunur á tvennskonar ágreiningi eða vinnudeilum. Annarsvegar er svokallaður hagsmunaágreiningur, þ.e. hvaða kjör skuli gilda í samskiptum aðilja vinnumarkaðarins. I þeirri baráttu er aðiljum heimilt að beita tilteknum lögmætum þvingunaraðgerðum, og er vinnustöðvunin þar öflugasta vopnið með stoð í því félagslega valdi, sem samtök aðilja vinnumarkaðarins hafa nú öðlast. Stjórnvöld eða dómstólar hafa ekki bein afskipti af þessum átökum, að því undan- skildu, að sáttasemj arar nefndir af opinberu valdi hafa milligöngu um samninga samkvæmt þeim lagaréglum, sem um störf þeirra gilda. Stöku sinnum kemur þó löggj afarvaldið einnig til skjalanna og ákveð- ur með lögum, að tiltekin vinnudeila skuli leyst með gerðardómi, eða lögtekin er miðlunartillaga sáttasemjara og hún látin gilda sem kjara- samningur, ýmist um ákveðinn tíma eða aðiljum er gefinn kostur á uppsögn eftir tiltekinn tíma. Sér í flokki er Kjaradómur, er settur var á stofn með lögum nr. 55/1962, nú lög nr. 46/1973, um kjarasamninga opinberra starfsmanna. Hann ákveður laun tiltekinna opinberra starfsmanna þegar ekki geng- ur saman um kaup og kjör þeirra og fjallar þannig einvörðungu um hagsmunaágreining. Hinsvegar er svo ágreiningur, sem rís út af gerðum kjarasamn- ingum eða hliðstæðum gerningum, svo sem kjaradómum, eða skilningi á lögum. Hér er um svonefndan réttarágreining að ræða, og er úr- lausnarefnið þá það, hvaða rétti samningsaðili hafi þegar öðlast, hvaða takmörkunum slíkur réttur kunni að vera háður og hvað sé inntak hans í einstökum atriðum. 100

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.