Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 32

Tímarit lögfræðinga - 01.11.1976, Side 32
Bandalagi háskólamanna LAUNAMÁL HÁSKÓLAMENNTAÐRA RÍKISSTARFSMANNA I 4. tbl. Tímarits lögfræðinga 1975 var sagt frá helstu atriðum í aðalkjara- samningi BHM og fjármálaráðherra, sem undirritaður var í des. s.l. Hinn 9. mars sl. var undirritaður samningur um breytingar á aðalkjarasamningnum vegna launabreytinga, sem urðu á almennum vinnumarkaði 1. mars. Helstu breytingar skv. samningnum 9. mars voru eftirfarandi: Breyting launastiga komi í tveimur hlutfallslega jöfnum áföngum 1. júlí 1976 og 1. okt. 1976. Skv. samningnum frá 9. desember skyldi reisa launastiga í þrem- ur jöfnum áföngum, þannig að eftir síðustu breytingu yrðu launahlutföll þau sömu og í janúar 1974 og skyldi breytingin vera innifalin í þeim prósentu- hækkunum, sem samið var um. Heildarupphæð mánaðarlauna miðað við júní-laun 1976 hækkaði um 6% 1. júlí 1976. Breyting launastiga er innifalin í þessari prósentuhækkun. Þann 1. október kom til framkvæmda síðari breyting á launastiga, og átti launa- stigi þannig breyttur að hækka um 6% þann dag. Þá voru gerðar breytingar á ákvæðum um verðlagsbætur. Voru þau færð til samræmis við ákvæði um varðlagsbætur í samningum ASÍ. í júní s.l. var samningurinn enn endurskoðaður og fólst sú endurskoðun fyrst og fremst i samræmingu ýmissa greina við nýgerðan samning BSRB. Helstu breytingarnar voru varðandi röðun í launaþrep, og eru reglur um það nú í stórum dráttum eftirfarandi: Við ákvörðun launaþreps fyrir starfsmann skal fara eftir aldri hans og starfs- aldri sem hér segir: 32 ára aldur eða 6 ára starfsaldur 5. þrep 25 ára til og með 31. árs 4. þrep 23 ára til og með 24 ára 3. þrep 22 ára 2. þrep Yngri er 22 ára 1. þrep Auk þess urðu breytingar á ákvæðum um vinnutíma, yfirvinnukaup, vinnu- vaktir, orlof og ferðakostnað. Eftirtalin 6 félög náðu samningum við fjármálaráðuneytið: Félag íslenskra fræða, Félag menntaskólakennara, Læknafélag íslands, Félag háskólamennt- aðra kennara, Prestafélag íslands og Dýralæknafélag íslands. Helstu atriði í 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.