Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1994, Page 5

Ægir - 01.04.1994, Page 5
Hver trillukarl er kóngur í sínu ríki Hver var staöan í réttindabaráttu smá- bátaeigenda þegar iandssambandið var stofnað árið 1985? „Hún var fyrir neðan allar hellur. Það hafði verið gerð tilraun til þess að stofna landssamband nokkru áður. Hún mistókst hins vegar algjörlega og ástæðan var ef til vill sú að hver trillukarl er kóngur í sínu ríki. Það er ekki hlaupið að því að sameina þessa karla í einn félagsskap. Hins vegar var staðan orðin svo erfið á árinu 1985 að menn hreinlega rákust saman í hóp. Það var ekkert um annað að ræða. Annað hvort var að berjast á sameiginlegum grundvelli ellegar að menn hefðu staðið yfir moldum þessarar atvinnugreinar. Það tókst því að hamra þetta samband saman. Það varð upphaflega til úr þrettán svæðisfélögum sem sendu fulltrúa til stofnfundar 5. desem- ber 1985 hér í Reykjavík. Síðan hefur félag- ið vaxið og dafnað, án þess þó að verða að bákni eins og margir óttuðust í upphafi. Það er af og frá að hér sé rekið eitthvert skrifstofubákn. Það vita allir þeir sem hing- að koma og þeir sem hér vinna hafa ærinn starfa." 2.400 manna félag „Á félagaskránni er nú um 2.400 manns. Þetta er nokkru hærri tala en bátarnir eru. Þaö skýrist meðal annars af því að stundum eru tveir eða jafnvel þrír um sama bátinn. Síðan eigum við marga velunnara sem vilja styðja við bakið á okkur og þeir eru á fé- lagaskránni líka." Bjargað því sem bjargað varö Nii er ekki ofmœlt að Landssamband smábátaeigenda hefur verið nokkuð fyrirferð- armikið í hagsmunabaráttunni og þú og framkvœmdastjóri sambandsins, Örn Páls- son, hafið farið œði geyst á stundum. Hvem- ig metur þú árangur starfsins? „Ég er ekki í nokkrum einasta vafa um að tilkoma landssambandsins bjargaði því sem bjargað varð. Málið er þetta: Ef landssam- bandið hefði ekki komið til og þessi sameig- inlega barátta manna, þá væri smábátaút- gerðin söguleg staðreynd en ekki raunveru- leiki í samtíðinni. Auðvitað er árangurinn alltaf umdeilanlegur. Ég hika hins vegar ekki við að fullyrða að landssambandið hef- ur á fjölmörgum sviðum náð miklum ár- angri. Maður er náttúrulega aldrei ánægður og menn sem standa í félagsmálum þekkja þá staðreynd, að það er aldrei neinn enda- punktur í félagsmálabaráttunni. Og það er annað sem kom manni talsvert mikið á óvart, þó það hefði kannski ekki átt að gera það. Þegar farið var að skoða félagsleg rétt- indi trillukarla og önnur réttindamál þeirra þá kom í ljós að þau voru meira og minna í algjörum ólestri. Við höfum náð að laga þetta á mörgum sviðum, en það er víða verk að vinna í þessum efnum." Góð samvinna í ýmsum málum Hvernig gengur samvinna ykkar trillu- karla við aðrar greinar sjávarútvegsins? „Við höfum á sumum sviðum átt ágætis samstarf við önnur samtök í sjávarútvegi því það em auðvitað fjölmörg mál sem eru sameiginleg hagsmunamál hinna ýmsu greina og víða er verið að vinna sameigin- lega að slíkum málum." Ráðist á skakmenn íslands „Ég verð hins vegar að segja að það eru mér mikil vonbrigði hvernig bæði stóri bróðir, það er LÍÚ, og svo hins vegar Sjó- mannasambandið hafa í raun og veru tekið á móti á okkur. Ég hef oft undrast þann smásálarhátt sem ríkir innan þessara sam- taka í garð trillukarla. Þegar öll rök þrýtur virðist aðeins eitt koma til greina og það er að ráðast á skakmenn íslands. Ég hefði nú haldið að meira ætti að leggjast fyrir þessa kappa heldur en það. Það er svolítið skondið að segja frá því að í upphafi þegar ég var að bröita í þessu þá var nú til lítið og takmarkað fé og ég þurfti að borga baráttuna að stærstum hluta úr eigin vasa. Ég greip því til þess ráðs ásamt einum félaga mínum að skrifa til LÍÚ og Sjómannasambandsins. Fyrst skrifuðum við LÍÚ og báðum um fjárstuðning til þess að við gætum sett samtökin á stofn. Þeir skrif- uðu okkur kurteislegt bréf til baka þar sem þeir höfnuðu fjárstuðningi. Hins vegar bentu þeir okkur á að við ættum heima i sjómannasamtökunum og við skyldum því leita þangað. Við skrifuðum umsvifalaust annað bréf, nú til Sjómannasambandsins, en fengum mjög fljótlega svipað svar, nema hvað Sjómannasambandið taldi að við ætt- um að vera í LÍÚ. Það vildi í rauninni eng- inn kannast við okkur." ÆGIR APRÍL 1994 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.