Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 29

Ægir - 01.04.1994, Qupperneq 29
Verðið á skelflettri rækju hefur lækkað verulega síðustu árin eins og sjá má á þessu súluriti, en á því er verðið í janúar 1986 sett á 100. í byrjun þessa árs var það komið undir 60. 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Rækjuafli við ísland á árunum 1967-1993. Eins og sjá má kom verulegur kippur í veiðarnar eftir að kvótinn var settur á árið 1983. Austfirði og Vestfirði. Ég hafði áður reynt fyrir mér á Dohrnbankanum, en ekki fundið neitt, sennilega ekki verið þar á réttum tíma. Rækjan flakkar líka til þarna, hún er til dæmis vestar í ár en hún var í fyrra." Aukin sókn er áhyggjuefni Nú er Snorri kominn aftur í rækjuna og búinn að fá sér nýtt skip. Hann festi kaup á grænlenskum rækjutogara í fyrrahaust og lét setja í hann nýja vinnslulínu. Baldur EA 108 er tæplega 500 tonna skip og Snorri lætur vel af því. „Þetta er prýðisskip sem ég fékk á skaplegu verði. Ég hef þurft að láta gera margt hér um borð, en þegar því verður lokið vonast ég til að þetta verði gott skip og ekk- ert svakalega dýrt. Vissulega er skipið orðið 15 ára gamalt og það er munur á því og nýsmíðuðum skipum, en það má nota fleira en nýjustu skipin. Skipið er vel viðunandi og aðbúnaður góður, hér er allt nema líkamsræktarstöð." Það hefur margt breyst á þeim tíma sem Snorri sinnti öbrum veiðiskap. „Þegar kvótakerfið kom jókst hreyfing- in í þessa veru, kvótaskerðingin á þorskinum ýtti mönn- um út í rækjuveiðar. Nú er þetta orðið fullmikið og virð- ist ætla að aukast enn meira ef marka má fyrirætlanir út- Unnur Skúladóttir, fiskifræðingur á Hafró, helsti sérfræöingur okkar íslendinga í rækju: „Þorskurinn er óvinur rækjunnar númer eitt.“ gerbarmanna. Það er áhyggjuefni því það er ekki víst að allir geti bjargað sér á rækjunni." Er þá ekki nóg af henni í sjónum? „Það virðist vera mikið af henni núna um allan sjó enda er alls staðar lítið um fisk. Hér fyrir norðan hefur hún gengib á slóðina eftir að grálúðan hvarf og þorskurinn minnkaði. Þetta lifir hvort á annars kostnað." Þorskurinn óvinur númer 1 Þessi orð leiða hugann að því hvort rækjustofninn sé að komast í hættu vegna ofveiði. Rækjuveiðar hafa verið bundn- FISKIKER Styrkur, ending og notagildi einkenna fiskikerin fró Borgarplasti h.f. VORU- BRETTI LINU- BALAR b E C'- pfi o<o O 3 - D Fímm geröi'r af vöiubretlum, Þau eru ekki § :§ fyllt með Fblyurethane. Timburbretti eru - bönnuð í matvœlaiðnaði í EDA og EB. ° « hi Sefgörðum3,170,Selljamamesi. Sími91-612211. Fax91/^14185 ÍSTIS0 9001 ÆGIR APRÍL 1994 29

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.