Ægir

Volume

Ægir - 01.04.1994, Page 40

Ægir - 01.04.1994, Page 40
algengasti flatfiskurinn við landið. Óvíða er mjög mikið um hana en ætíð er af henni reitingur, hvort heldur er á dýpstu slóð eða grynnstu. Einna mest er þó af henni á grunnslóð norðan- og norðaustanlands og minnst út af Breiðafirði og Faxaflóa (24. mynd). 24. mynd. Útbreiösla skrápflúru í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Keila Af meðfylgjandi útbreiðslumynd (25. mynd) sést að keilu verður vart víðast hvar kringum landið, bæði djúpt og grunnt. Magnið er þó yfirleitt mjög lítið. Tiltölulega mest virðist þó vera af henni austan- og vestanlands en minna norðan- og sunnanlands. Það sem finnst af keilu N- og NA-lands mun og að mestu vera smá ókyn- þroska keila sem lítt kemur í venjuleg veiðarfæri. Aðalútbreiðsla stórrar keilu og þar með veiðanlegs fisks mun hins vegar vera í hlýja sjónum við suður- ströndina. 25. mynd. Útbreiðsla keilu í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Lúða Lúðuafli í stofnmælingu botnfiska er í raun sáralítill. Þó verður vart við lúðu víðast hvar umhverfis landið, en lítið á djúpslóð norðanlands og aust- an. Mest er um lúðuna á Vestfjarða- 26. mynd. Útbreiðsla lúðu í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). miðum, úti fyrir Breiðafirði og í Faxa- flóa (26. mynd). Kælimiðlar R-134a R-22 R-502 R-12 KÆLITVEKIIIi Skógarhlíð 6 101 Reykjavík Sími 91-614580 Fax 91-614582 Langa Þótt fræðibækur segi að löngu sé að finna allt i kringum landið virðist það varla standast skv. 27. mynd. Þar má sjá að norðanlands og austan veiðist hún varla og frá Grímsey að Hvalbak er auður sjór að sjá hvað lönguna varð- ar öll 9 ár stofnmælingarinnar. Langa fæst annars í hlýja sjónum frá SA- landi, vestur um og norður fyrir Vest- firði. Hún er lítt á grynnstu slóðinni en mest út í köntum sunnanlands og á Víkurálssvæðinu. 27. mynd. Útbreiðsla löngu í mars 1985-93 (fjöldi fiska á togmílu). Blálanga Blálöngu er nær eingöngu að finna í djúpköntum SV-lands og þar er hún á tiltölulega afmörkuðum blettum. Vott- ur er og af henni á djúpu vatni SA- lands og í Rósagarðinum (28. mynd). Hún fæst hins vegar aðeins örsjaldan fyrir norðan og austan land. 28. mynd. Útbreiðsla blálöngu í mars 1985-93 (fjöldl fiska á togmílu). Þakkir Höfundar þakka þeim fjölmörgu starfsmönnum Hafrannsóknastofnun- arinnar, skipverjum rannsóknatogara og útgerðarmönnum sem lagt hafa sitt af mörkum til þessa verkefnis á liðnum árum. □ 40 ÆGIR APRÍL 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.