Ægir

Årgang

Ægir - 01.05.1994, Side 4

Ægir - 01.05.1994, Side 4
Viðtal: Páll Ásgeir Ásgeirsson „Vib Ólafur H. Jónsson unnum báð- ir hjá Siglingamálastofnun og höfðum verið erlendis frá 1972 við eftirlit með smíðum skuttogara fyrir íslendinga, hann á Spáni en ég í Noregi. Á miðju sumri 1974 sögðum vib upp og hófum eigin rekstur undir nafninu Teiknistofa Bárðar og Ólafs. Skipatækni var form- lega stofnuð 1976," segir Bárður Haf- steinsson í samtali við Ægi. Skipatækni hf. er leiðandi fyrirtæki á sínu sviði sem er skipahönnun, ráð- gjöf, útboð og allt sem lýtur að ný- smíðum og breytingum á skipum. Fyr- irtækið veitir alhliða verkfræðiþjón- ustu á þessu sviði og þau eru orðin mörg aflaskipin sem Bárður og félagar hans í Skipatækni hafa hannað frá grunni og þannig verið í fararbroddi í uppbyggingu atvinnugreinarinnar hér innanlands. Skipatækni á 20 ára af- mæli á þessu ári en fyrirtækið var stofnað 1974 af Bárði Hafsteinssyni og Ólafi H. Jónssyni. Á skrifstofu Bárðar á þriðju hæð á Grensásvegi 13 blasa snæviþakin Blá- fjöllin og Hengillinn við í austri og sól- in gyllir þau meðan Bárður rifjar upp sögu fyrirtækisins. Þáttaskil urðu í rekstrinum 1984 þegar Ólafur H. Jóns- son lést og Bárður keypti hans hlut og hefur síðan verið aðaleigandi fyrirtæk- isins. í dag eru starfsmenn alls sex, en flestir hafa starfsmenn verið tólf. Sam- dráttur síðustu ára, hagræðing í rekstri og tölvuvæðing hafa haft þessi áhrif. 4 ÆGIR MAÍ 1994

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.