Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 9
íslendingar góðir í skorpum
Er íslenskur skipasmíðaiðnaður þá ekki
samkeppnisfær við erlendan?
„Hugvit um skip og skipasmíðar er á góðu
plani en það vantar öguð vinnubrögð hjá
iðnaðarmönnum. íslendingar eru afar sjáif-
stæðir og frjóir og fer illa að fylgja nákvæm-
um fyrirmælum út í hörgul en vilja frekar
ákveða sjálfir hvernig best sé að hafa hlut-
ina. Við erum frábærir þegar þarf að vinna í
skorpum og lyfta grettistökum til að leysa
átaksverkefni en okkur vantar stöðugleikann
í jafnri framleiðslu.
Skýringin er trúlega sú að iðnbyltingin
kom seint til íslands og það vantar þær
hefðir og verkmenningu sem aðrar þjóðir
hafa. Hingab kom tækniöldin ekki fyrr en
hún hafði staðið í 100 ár hjá öðrum þjóð-
um. Þessi þróun tekur nokkrar kynslóðir."
Nú hefur þú fylgst meb skipasmibum
meðal nokkurra þjóða og séð mun á vinnu-
brögðum. Hvar viltu helst láta smíða skip?
„Vinnubrögð á Norðurlöndunum eru
mjög góð og í Póllandi er hægt að fá góð
skip með því að vanda undirbúninginn. En
ég er svo mikill íslendingur í mér að helst
vildi ég láta smíða hér innanlands þegar það
er hægt."
En hvernig eiga þá íslenskar skipasmíða-
stöðvar að komast af?
„Það þarf að skera harkalega niður allan
óþarfakostnab, auka samvinnu milli ýmissa
fyrirtækja í greininni, undirbúa og skipu-
leggja verkin betur. Við verðum að halda
uppi viðhaldi og viðgerðum hér í landinu.
Annab gengur ekki. Skipasmiðaiðnaburinn í
nágrannalöndum okkar, t.d. í Danmörku,
hefur gengib í gegnum mjög erfiða tíma en
náð að rétta hlut sinn á ný. Eflaust getum
við margt lært af þeim og gæti veriö mjög
gagnlegt að fá þá til þess að leiðbeina okkur
út úr þessum ógöngum."
Að flytja út hugvit
Skipatækni hefur ekki látib sér nægja að
hanna skip og báta fyrir ísiendinga heldur
hefur fyrirtækið þreifað fyrir sér erlendis og
er vel þekkt í þessari starfsgrein. Skipatækni
hannaði hval- og línuveiðiskip fyrir rúss-
neska abila fyrir nokkrum árum en aldrei
varð af smíbi þess. Tilraunir til þess að kom-
ast inn á markaö á Nýja-Sjálandi, sem staðiö
hafa frá árinu 1989, lofa góbu. Stærsta út-
gerðarfyrirtæki Nýja-Sjálands, Sealord, hefur
BOSCH
ÞJÓNUSTA
DIESELVERKSTÆÐI
VARAHLUTAÞJÓNUSTA
ÁRATUGA ÞEKKING OG REYNSLA
í STILLINGUM OLÍUKERFA DIESELVÉLA
ORMSSON HF
LÁGMÚLA 9, SÍMI 38820
ÆGIR MAÍ 1994 9