Ægir - 01.05.1994, Page 11
byggö þar 1939. 1944 hætti hann rekstri Skipabrautarinnar og
Marsellíus Bernharðsson keypti hana af honum.
Það er óhætt að fullyrða að Bárður G. Tómasson var manns-
aldri á undan íslenskri samtíð með sína menntun. Það kom í hlut
Hjálmars sonar hans að hanna fyrsta íslenska stálskipið sem var
smíðað 1954 og fylgdist Bárður með því verki af lifandi áhuga en
hann lést árið 1961 og lifði því að sjá draum sinn rætast.
Sonur Bárðar G. Tómassonar er Hjálmar R. Bárðarson sem
teiknaði dráttarbátinn Magna. Hann var fyrsta stálskipið sem var
íslensk hönnun og var hleypt af stokkunum í október 1955.
Bárður Hafsteinsson hafði nokkur kynni af þessum frænda sín-
um og brautryðjanda í faginu. Þetta var þegar Bárður G. Tómas-
son sneri aftur til ísafjarðar og dvaldi á æskuheimili nafna síns
Hafsteinssonar.
„Ég var auðvitað mjög ungur þegar hann flutti til okkar þá
rúmlega sjötugur. Ég man eftir honum að teikna upp gömul skip
fyrir Lúðvík Kristjánsson í bókina íslenskir sjávarhættir. Þetta eru
fallegar teikningar og listavel gerðar eftir eldri uppdráttum.
Við ræddum oft saman um skip og báta, hann sagði frá og ég
hlustaði og gekk með honum inn á Torfnes en hann fylgdist vel
með því sem þar gerðist. Þá hafði ég ekki valið mér ævistarf og
skal ekki segja hvort hann hafði áhrif á það. Ég fékk tilfinningu
fyrir vönduðum vinnubrögðum og þeirri nákvæmni sem ein-
kenndi hann." □
SJÓMANNASAMBAND ÍSLANDS
Borgartúni 18-105 Reykjavík - Sími 610769
Sj ómannasamband
s
Islands minnir sjómenn
á að standa vörð um
kjarasamninga sína.
Engin keöja er sterkari
en veikasti hlekkurinn.
v J
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKAl
ESJ
'FARAR-
8RODDI
VEM og KEB verksmiðjurnar framleiða allar helstu
stærðir og gerðir raf- og gírmótora fyrir iðnað,
skip, landbúnað og ýmsar sérþarfir.
Höfum fyrirliggjandi allar algengustu stærðir
og gerðir og útvegum alla fáanlega mótora
með skömmum fyrirvara.
Veitum tæknilega ráðgjöf við val á mótorum.
VEM og KEB - þýsk gæðavara á góðu verði!
RAFVELAVERK-
STÆÐI FÁLKANS
Mótorvindingar,
dæluviðgerðir
og allar almennar
rafvélaviðgerðir.
%ÁRK
Pekking Reynsla Þjónusta4
FÁLKINN
SUÐURLANDSBRAUT 8 • 108 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-81 46 70 • FAX: 91-68 58 84
VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VELADEILD FALKANS • VÉLADEILD FÁLKANS
ÆGIR MAÍ 1994 1 1