Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 16

Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 16
Félag íslenskra fiskmjölsframleiðenda Árið bæði gott og vont „Það má segja að árið hafi verið bæði gott og slæmt," sagði Teitur Stef- ánsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda, í samtali við Ægi. „Árið var gott því veiðin var mikil og veiðar hófust fyrr en oft áður og hráefnið var verðmætara. Árið var slæmt því afurðaverð var með því lægsta í manna minnum, sérstaklega á mjöli." Loðnuveiðarnar á árinu 1993 gengu mjög vel og veiddust 938 þúsund tonn sem er umtalsverð aukning frá árinu áður þegar veiddust 787 þúsund tonn. Veiðin skiptist þannig að á vetrarvertíð veiddust 485 þúsund tonn en 453 þúsund tonn á sumarvertíð. Á árinu var tekið á móti nokkuð meiri síld til bræðslu en árið áður eða 87 þúsund tonnum á móti 83 þúsund tonnum áður. Ástæða er til töluverðrar bjartsýni á áframhaldandi góða veiði. Hafrann- sóknastofnun hefur lýst því yfir að seiðavísitala loðnu sé nú sú besta síðan 1976 og því sýnt að áfram verða veidd nær milljón tonn úr stofninum. Ársins 1993 verður minnst sem eins mesta framleiðsluárs á mjöli og lýsi en alls voru framleidd 194 þúsund tonn af mjöli á móti 178 þúsund tonn- um árið áöur. Af lýsi voru framleidd 122 þúsund tonn sem er trúlega mesta lýsisframleiðsla á einu ári frá upphafi loðnuveiða. Árið 1992 voru framieidd 85 þúsund tonn. Þessa miklu aukningu má rekja til stóraukinnar veiði á sumar- og haustvertíð en í loðnu sem veiðist á þeim árstíma er mun meira lýsi en á vetrarvertíð. Útflutningur jókst mjög eins og við mátti búast og voru flutt út 189 þúsund tonn af mjöli á móti 162 þúsund tonnum árið 1992 sem er 17% aukning. Lýsisútflutningur jókst um 48% eða úr 76 þúsund tonnum 1992 í 112 þúsund tonn. GRÁSLEPPUHROGN! Á þessari vertíð mun Bakkavör kaupa grásleppuhrogn uppúr sjó á svæðinu frá Suðvestur-landi til Breiðafjarðar. Hrognin verða sótt daglega og gert verður upp vikulega. Sem fyrr bjóðum við traust og góð viðskipti. BAKKAVÖRHF j HROGNAVINNSLA-SÍMI 91-620909 íslendingar eru með stærstu lýsisframleið- endum í heiminum. Við erum aðilar að FEO sem alls framleiddu 3,6 milljónir tonna en það eru 56% af heildarframleiðslunni. Okkar hlutur í mjölframleiðslu heimsins er 3%. Heimsmarkaösverð á fiskmjöli var árið 1993 eitt hið lægsta í manna minnum. í upphafi árs 1992 var vprð í Hamborg 500 pund en 418 pund í ársbyrjun 1993. Verðið lækkar enn því í janúar 1994 var það 366 pund í Hamborg svo hér er um 37% lækkun aö ræöa. Á árinu urðu mikil flóð í Bandaríkjunum sem skemmdu soyauppskeru þar gífurlega. Vonir um að fiskmjöl myndi hækka í verði í kjölfarið brugðust því mikið framboð upp- safnaðra birgða víða um heim kom í veg fyr- ir það. Helsta ástæða verðlækkunar á fiskmjöli á árinu var offramboð sem stafaði af minni innkaupum Kínverja og mikilli framleiðslu í Perú. Verð á lýsi var 360 pund í upphafi árs 1993 en hækkaði nokkur þegar leið á árið og var 390 pund í árslok. Heildarverðmæti útflutts mjöls og lýsis árið 1993 var 7536 milljónir króna sem skiptist þannig að verðmæti mjöls var 5015 milljónir en lýsis 2521 milljónir eða alls um 10% af heildarútflutningsverðmæti sjávaraf- urða árið 1993 en var 8% árið áður. Síldarútvegsnefnd 53% aukning milli ára Síldarvertíðin 1993-94 stóð frá sepember 1993 til maí 1994 en nær engin síld veiddist eftir desember. Alls var saltað í 93.923 tunn- ur á vertíðinni sem er 53% aukning frá ver- tíðinni á undan þegar saltað var í 61.185 tunnur. Af þessu voru 29.370 tunnur af flök- um á móti 20.575 tunnum árið áður. Saltað var á 14 stöðum á landinu, mest á Horna- firði 25.047 tunnur. Af einstökum söltunar- stöðvum var Síldarvinnslan á Neskaupstað afkastamest en þar var saltað í 22. 643 tunn- ur. Sé litið til fortíðar sést að framleiðsla á saltsíld er mjög lítil miðað við það sem áður var þó aukning verði milli ára. Mest varð framleiðslan vertíðina 1987-88 þegar saltað var í 289.640 tunnur. Árið 1993 er hið ann- að versta frá 1975 en þá var saltað svipað magn af síld. O 16 ÆGIR MAI 1994

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.