Ægir - 01.05.1994, Qupperneq 18
890 MILLJÓNIR ÚR SMUGUNNI
íslenskir sjómenn og útgerðir hófu á síðasta ári veiðar utan landhelgi í ábur
óþekktum mæli. Sótt var í Smuguna, Flæmingjagrunn og á mib við Austur-
Grænland. Þessar veiðar skiluðu samtals um 1299 milljónum króna í
aflaverbmæti. Þetta kemur fram í nýjum gögnum frá Fiskifélagi íslands.
Veiðar á Flæmingjagrunni hófust í júní
en urðu mestar á árinu í nóvember. Á
Barentshafi hófust veiöar nokkru síðar eða í
ágúst. Á Austur-Grælandsmiðum var ein-
ungis aflað í október.
Mest var veitt á Barentshafi en heildarafli
þar varð rúm 9700 tonn á árinu, að verð-
mæti um 890 milljónir króna. Aflinn var
nánast einungis þorskur, þó voru um 2% afl-
ans hlýri. Á Flæmingjagrunni veiddust um
2200 tonn, að verðmæti rúmlega 380 millj-
ónir króna. Innan við 200 tonn veiddust á
Austur-Grænlandsmiðum, sem virt eru á 29
milljónir. Einungis rækja var sótt á Flæm-
ingjagrunn, en við Austur-Grænland voru
veiddar ýmsar botnfisktegundir þó mest
bæri þar á lúöu og grálúðu.
Afli á fjarlægum miðum var að langmestu
leyti sjóunninn. Allur afli veiddur við Aust-
Tafla 1
Verkun helstu fisktegunda sem veiddar
voru við Austur-Grænland, á
Flæmingjagrunni og í Barentshafi
Frysting Allar Söltun Sjóunniö tegundir
Þorskur 677 458 7.693 9.374
Steinbítur 3 - 9 23
Hlýri 49 - 166 216
Lúba - - 123 123
Grálúða 1 - 74 76
Rækja - - 2.195 2.195
Annað 1 3 52 60
Samtals 731 461 10.312 12.067
Tafla 2
Ráðstöfun afla sem veiddur var við
Austur-Grænland, á Flæmingjagrunni
og í Barentshafi
Vinnsla innanlands Landað unnið Landað erlendis Gáma- fiskur
Forskur 865 7.962 506 41
Steinbítur 3 9 6 5
Hlýri 50 166 - -
Grálúba 2 74 - -
Lúða - 123 - -
Rækja - 2.195 - -
Samtals 923 10.584 513 46
Afli í tonnum.
ur-Grænland var unninn um borð og
sömu sögu er að segja um rækjuna af
Flæmingjagrunni. Af aflanum úr
Barentshafi fóru 7,5% til frystingar í
landi og tæp 2% í söltun, en um 3% afl-
ans voru sjósöltuð. (Sjá töflu 1.) Óveru-
legt magn var flutt út óunnið.
Botnvarpa, lína og rækjuvarpa
Veiðarfæranotkun er bundin svæðum
í samræmi við þær veiðar sem stundaðar
voru á hverjum stab. Þannig var allur
afli úr Barentshafi veiddur á bornvörpu,
notuð var lína við Austur-Grænland en
rækjuvarpa á Flæmingjagrunni.
Alls stunduðu 50 skip úthafsveiðar,
þar af 42 á Barentshafi. Þar voru 20 ís-
fisktogarar og 22 vinnsluskip við veiðar.
Samkvæmt eldri skilgreiningu má flokka
vinnsluskipin í 17 frystitogara og 5 önn-
ur skip með frystibúnað um borð. Afli
ískfisktogara úr Barentshafi var 1750
lestir, að verðmæti 122,4 milljónir
króna. Vinnsluskip veiddu þar 7926 lest-
ir, að verðmæti 729 milljónir króna.
Sjóvinnsla yfirgnæfandi
Allur afli af Flæmingjagrunni og Aust-
ur-Grænlandsmiðum var unninn um
borð eins og áður kom fram. Úr Barents-
hafi var landað hérlendis 8236 lestum af
unnum afla, eða um 85% af heildarafl-
anum, og er þá hvort tveggja talið sjó-
saltað og sjófryst. Verðmæti þessa afla
var rúmlega 750 milljónir, eða um 88%
heildarverðmætis þess afla sem veiddur
var á Barentshafi. Þess ber að geta að
nokkrir svokallaðra ísfisktogara unnu
hluta afla síns um borö. Þannig voru t.d.
um 270 tonn sjásöltuð.
Af óunnum afla sem færður var til
hafnar innanlands voru 779 tonn verk-
uð í heimahöfn skips, en alls var slíkur
afli 920 tonn. Erlendis var landað 513
tonnum óunnum. ítarleg skipting á
ráðstöfun afla kemur fram í töflu 2. O
32.000 lesti
Árið 1992 var heildarafli
sem erlend skip lögbu á
land til vinnslu 20.985
lestir ab verðmæti 756
milljónir króna, en á síð-
asta ári var aflinn 32.914
lestir að verðmæti 1.040
milljónir króna.
Tvö undanfarin ár hafa ís-
lenskar vinnslustöbvar keypt
umtalsvert magn á hráefni
frá erlendum skipum. Töflur
1 og 2 sýna afla erlendra
skipa sem lagður var á land
til vinnslu hérlendis árin
1992 og 1993.
Tegundum fjölgar
Vinnsla á fiski frá erlend-
um skipum var um 12 þús.
tonnum meiri á síðasta ári en
árið á undan auk þess sem
unnum tegundum hefur
fjölgað verulega. Aukningin
kemur mest fram í þorski,
ýsu og lobnu, en af nýjum
bolfisktegundum eru langa
og keila fyrirferðarmestar. Af
flatfiski er lúðan í fararbroddi
en grálúöan er einnig í um-
talsverðu magni.
Verkun botnfisks frá er-
lendum skipum á árinu 1992
er algerlega bundin við síðari
hluta ársins. Ýsa var verkuð á
tímabilinu október til desem-
ber en þorskur frá því í júní,
þótt mest væri verkaö af hon-
um á síðustu mánuðum árs-
ins. Þannig voru um 5800
lestir verkaöar á síðustu
tveimur mánuðum ársins. At-
hugun á löndunartíma ann-
arra tegunda leiðir í ljós-að öll
síld var keypt í júlí og nam
hún þá um 10 þús. lestum.
Landanir erlendra skipa
halda svo áfram á síðasta ári
allt frá ársbyrjun. Á fyrstu
mánuðum ársins 1993 er
18 ÆGIR MAÍ 1994