Ægir - 01.05.1994, Side 34
Útflutningur sjávarafurða
Þrátt fyrir minni bolfiskafla á síðasta ári en árin á und-
an var útflutningur sjávarafurða meiri en verið hefur á
þessum áratug enda loðnuveiði með ágætum. Verðmæti
afurðanna var einnig hærra í krónum talið, en það var
hins vegar lægra sé miðað við Bandaríkjadollar eða SDR.
Er þetta svipuð þróun og milli áranna 1992 og 1991.
Heildarmagn útflutningsins var 635.368 lestir árið 1993
en var 569.979 lestir árið 1992. Aukningin nemur því
11,5% milli ára. Verðmæti afurðanna var 76,1 milljarður
króna árið 1993 en var 71,3 milljarðar króna árið 1992 og
hefur þannig aukist um 6,7% á milli ára. Útflutningurinn
jókst ab magni um 20,8% milli áranna 1991 og 1992 en
virðið drógst þó saman um 5,4%. Árið 1991 var útflutn-
ingurinn 471.646 lestir og var þá að magni til sá minnsti
síðan 1983. Verðmæti hans náði þó sögulegu hámarki.
Hiutdeild sjávarafurða í heildarútflutningi landsmanna
hefur verib nokkuð stöðug á undanförnum árum. Hún
var 78,7% árið 1993, en 79,6% árið á undan. Árib 1991
var hlutdeildin 80,0%.
Magn
Árin 1985-1990 var útflutningur sjávarafurða í há-
marki að því er magn varðar. Þessi ár veiddist mikil loðna
og útflutningur ísfisks var í hámarki. Meðalútflutningur á
ári þessi ár var um 680 þúsund lestir en hámarki nábi út-
flutningurinn árið 1986 og nam hann þá tæpum 719
þúsund lestum. Ástæba þessa mikla útflutnings umrætt ár
er óvenju mikill loðnuafli sem fram kom í mikilli sölu á
lýsi og mjöli, ásamt fleiri löndunum loðnuskipa erlendis.
Þá var botnfiskaflinn í góðu meðailagi ásamt því að sala
sjávarafurða var meiri en framleibsla ársins og gekk því
nokkuö á birgðir. Þrátt fyrir ágætan loðnuafla ársins 1992
olli minni útflutningur ísfisks því að heildarútflutningur
sjávarafurða var töluvert minni en meðalútflutningurinn
á seinni hluta níunda áratugarins. Árið 1993 nam útflutn-
ingurinn rúmum 635 þúsundum lesta og munar þar
mestu um ágætan loönuafla á árinu, enda vega lýsi og
mjöl þungt í magni útflutningsins.
Verðmæti
Virði útflutnings eftir afurbaflokkum er sýnt í töflu.
Þar sést framlag verkunargreinanna til útflutningsverð-
mætisins og eru samtölur verðmætis sýndar bæði í krón-
um og dollurum. Eins og sést af töflunni hefur útflutn-
ingsverðmætib verið meira en einn milljarður dollara allt
frá árinu 1987. Árið 1993 lækkar þab í fyrsta skipti milli
ára síðan 1989 en það var 1.123 milljónir árið 1993.
Lækkunin milli áranna 1993 og 1992, sé miðað við doll-
ara, er 10,4%.
Vísitölur útflutningsverðmætis
H Dollarar ^SDR
Heimild: Hagstofa íslands
Útfiutningur sjávarafurða
virði í millj. SDR
Heimild: Hagstofa íslands
□ Aðrar afurðir
□ Lagmeti
□ Mjöl og lýsi
□ Hertar afurðir
□ ísaðar afurðir
□ Salt. afurðir
□ Fryst. afurðir
Útflutningur sjávarafurða
hlutfallsleg skipting
75% -
50% - — — ■_ '
25%
0% 1981 1984 1987 1990 1993
□ Fryst.afurðir □ Salt. afurðir □ ísaðar afurðir □ Hertar afurðir
□ Mjöl og lýsi □ Lagmeti □ Aörar afurðir
Heimild: Hagstofa íslands
Magn og virði útflutnings
1400
1200
1000
800
600
400
200
0
1981 1983 1985 1987 1989 1991 1993
I Magn í þús.tonna ^ Virði í millj.SDR 52 Virði í millj.S
Heimild: Hagstofa íslands
34 ÆGIR MAÍ 1994