Ægir - 01.05.1994, Page 42
Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari er geymsla, þar fyrir
aftan eru íbúðir og síðan vinnuþilfar. Aftan við vinnuþilfar
er fiskmóttaka fyrir miðju, verkstæði og vélarreisn b.b.-meg-
in og stigagangur s.b.-megin, en aftast er rými fyrir togvind-
ur úti í síðum og stýrisvélarrými fyrir miðju.
Efra þilfar: Brú skipsins er framan við miðju, og hvílir á
um 1.5 m hárri reisn. Vörpurenna kemur í framhaldi af skut-
rennu, hún greinist í tvær rennur, sem liggja í gegnum brú-
arreisn og ná fram undir stefni og er unnt að hafa tvær vörp-
ur undirslegnar og tilbúnar til veiða. Yfir afturbrún skut-
rennu er toggálgi, en pokamastur yfir frambrún skutrennu,
ofan á vélarreisn b.b.-megin og niðurgangskappa s.b.-megin.
B.b.-megin á efra þilfari er klefi fyrir lausfrysti og s.b.-megin
klefi fyrir C02-slökkvikerfi. Ofan á brúarþaki eru möstur fyrir
loftnet og ljós, og hífingablakkir í afturkanti brúar.
Vélabúnaður
Framdrifs- og orkuframleiðslukerfi: Aðalvél skipsins er frá
Deutz, sex strokka fjórgengisvél með forþjöppu og eftirkæli.
Vélin tengist niðurfærslu- og skiptiskrúfubúnaði frá Finnoy,
með innbyggðri kúplingu. Utan um skrúfu er stýrishringur
frá Finnoy.
Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði):
Gerðvélar................... SBV 6M628
Afköst...................... 1170 KW viö 1000 sn/mín
Gerð niðurfærslugírs........ G50FK
Niðurgírun.................. 4.5:1
Gerð skrúfubúnaðar.......... P70.22.250.4D
Efni í skrúfu............... NiAl-brons
Blaðafjöldi skrúfu.......... 4
Þvermál skrúfu.............. 2500 mm
Snúningshraði skrúfu ....... 222 sn/mín
Stýrishringur............... D250
Auk skrúfuaflúttaks á gír eru þrjú aflúttök, eitt fyrir öxul-
rafal (1:1.516) og tvö útkúplanleg fyrir vökvaþrýstidælur
vindna (1:1.678), miðaö við 1000 sn/mín á aðalvél. Rafall er
frá Leroy Somer, gerð LSA 475 L10, 224 KW (280 KVA),
3x380 V, 50 Hz. Vökvaþrýstidælurnar eru tvöfaldar Hágg-
lunds-Denison, gerð T6ED - 052-035, afköst 435 1/mín hvor
við 210 bar þrýsting og 1678 sn/mín.
Ein hjálparvél er í skipinu frá MAN af gerð D2866TE, sex
strokka fjórgengisvél með forþjöppu, 177 KW við 1500
sn/mín. Vélin knýr 160 KW (200 KVA), 3x380V, 50 Hz rið-
straumsrafal frá Stamford af gerð MHC 434C.
Stýrisbúnaður: Stýrisvél, rafstýrð og vökvaknúin, er frá
Nörlau, gerð 126-19-105-7.3, snúningavægi 7.3 tm, og
tengist stýrishring.
Að framan er skipið búið vökvaknúinni hliðarskrúfu frá
Jastram.
Tæknilegar upplýsingar (bógskrúfa):
Gerð...................... BU 10F
Afl....................... 100 hö
Blaðafjöldi/þvermál....... 4/620 mm
Niðurgírun................ 1.79:1
Snúningshraði............. 1117sn/mín
Vökvamótor................ Volvo F11—110
Afköst mótors............. 73 KW við 2000 sn/mín
Vélakerfi dieselvéla: í skipinu eru tvær skilvindur frá Alfa
Laval af gerð MAB103B, önnur fyrir brennsluolíu og hin fyrir
smurolíu. Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Sperre, önnur rafdrif-
in af gerð HL 2/77, afköst 25 m3/klst, og hin véldrifin (Lister)
af gerð HLF 2/77, afköst 7.5 m3/klst, þrýsingur 30 bar. Fyrir
loftræstingu vélarúms og loftnotkun véla er einn rafdrifinn
blásari frá Novenco, gerö ACN-630, afköst 15000 m3/klst.
Rafkerfi: Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mót-
DEUTZ SERVICE
wniitir
+ '. * Ullltttt
SNORRI SNORRASON
A
KHD
DEUTZ
Óskum útgerð og áhöfn innilega
til hamingju með nýja skipið.
Aðalvél skipsins er frá
DEUTZ MWM.
lOKSSI HlStfLt
WLSMIÐJA KJW
LANGHOLTSVEGI 109 • PÓSTHÓLF 4207 • 124 REYKJAVIK
SÍMAR: 91-679325 - 679308 • FAX 91-679318
42 ÆGIR MAÍ 1994