Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1994, Page 8

Ægir - 01.10.1994, Page 8
sem eru tóm þvæla. Það nýjasta er að frystitogarar geta ekki fært sig milli veiðisvæða í karfategundum án þess að koma inn og landa fyrst. Ef við erum að veiða karfa í landhelginni og frétt- um af góðu fiskiríi í úthafskarfanum þá verður fyrst að sigla í land og landa því sem komið er áður en skipið getur fært sig í úthafskarfann. Ég veit ekki hvort þeir halda að við svindlum á karfanum og skráum hann sem út- hafskarfa en það gengi aldrei. Kaup- andinn myndi aldrei samþykkja slíkt. Með slíku væri ég að vinna á móti sjálfum mér." Hvenær er þorskur þorskur? „Hitt er annað mál að það hafa ver- ið til ýmsar glufur sem menn hafa not- að sér. Hér áður fyrr fór mikið af þorski út í gámum sem ýsa. Þetta hafði meðal annars þau áhrif að ýsuveiðin varð meiri á pappírunum en í raunveruleik- anum en ýsukvótinn hefur aldrei náöst allur síðan hann var settur á. Þetta er liðin tíð." En hvemig eru samskipti skipstjóm- armanna viö fiskifrœðinga og eftirlits- menn? „Ég hef nú ekki svo mikla reynslu af því. Það kom einu sinni fiskifræðingur með okkur á Bessa og kvamaði grálúðu og rannsakaði fisk. Mér finnst að þeir ættu að gera meira af því að fara út með venjulegum fiskiskipum. Það er Júlíus Geirmundsson, ÍS 270, er frysti- togari, smíðaður í Stettin í Póllandi 1989, 772 brl., mesta lengd er 57,58 m, aðalvél er frá Wártsilá, 3340 hö., eig- andi er Gunnvör hf. á ísafirði (Sjó- mannaalmanak 1994). Á yfirstandandi kvótaári fékk skipið úthlutað þessum afiaheimildum: Þorskur 784 tn, ýsa 204 tn, ufsi 229 tn, karfi 294 tn, grá- lúða 360 tn, skarkoli 105 tn (Kvóta- bókin 94-95). Á árinu 1993 aflaði Júlí- us samtals 4383 tn, aflaverðmæti var 393.946 þús. kr. (Útvegur 1993). Afli í Barentshafi var 32 tonn að verðmæti 3.112 þús. kr. (Fiskifélag íslands). víðast hvar pláss fyrir þá um borð. Þeg- ar þjóðin var fátæk þá áttum við Bjarna Sæmundsson sem var mikill og merkur vísindamaöur. Hann fór alltaf með fiskibátum og togurum því þá var ekkert rannsóknaskip til. Mér finnst að Hafrannsóknastofnun ætti að huga betur að því að kynna störf sín og rannsóknir fyrir sjómönn- um og styrkja þannig samskiptin." Gengum ekki nógu vel um Smuguna Gunnar var nýkominn úr Smugunni í Barentshafi þegar viðtalið fór fram. Menn hafa heyrt sögur af risastórum hölum og mokveiði á þessum slóðum. Einnig hefur heyrst að umgengni sjó- manna um svceðið hafi ekki verið nógu góð. Hvemig leit þetta út, Gunnar? „Ég held að þegar fiskiríið var sem mest hafi ekki verið gengið nógu vel um miöin. Ég heilfrysti allan smáfisk sem vélarnar tóku ekki því annars hefði ég þurft að henda honum. Auð- vitað var í sjálfu sér ekkert sem bann- aði þaö en það hefði veriö siðlaust. Mér finnst það forvitnilegt ef skip sem eru með sama vélabúnað og ég koma ekki með neinn heilfrystan fisk af þessu svæði. Menn lentu þarna í vandræðum þegar þeir fengu of stór höl í flottroll- ið. Ég lenti tvisvar i því en oftar beygði ég út úr slóðinni svo aflinn yrði ekki of mikill. Það sem gerist er að trollið næst ekki um borð, belgurinn springur og rifnar og fiskurinn fer í sjóinn. Oft hangir aftasti hluti pokans saman og maður nær 20-30 tonnum af halinu, annars getur allt farið í sjóinn." Var Smuguþorskurinn verra hráefni en sá íslenski? „Þetta er öðruvísi fiskur. Hann er rýrari og hausstærri. Nýtingin var um 4-5% minni en við eigum að venjast og sumt af honum var alls ekki nýtan- legt því holdið var bara slepja." Smuguveiöin bjargar okkur Á Smuguveiðin eftir að bjarga ís- lenskum útgerðarmönnum og sjómönn- um? „Við tókum í þessum eina túr tvo þriöju af þorskkvóta okkar á heima- miðum. Sumir hafa tekið hann tvö- 8 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.