Ægir - 01.10.1994, Qupperneq 11
Greenpeace hund- Nemendur Fiskvinnsluskólans:
eltir blaðamann Ósmekkleg ummæli formanns skólanefndar
Michael Klint er danskur
blaðamaöur sem gerði sjón-
varpsþátt um starfsemi
Greenpeace, „Manninn í
regnboganum". Þátturinn
hefur þegar verið sýndur í
sjónvarpi á Norðurlöndum.
Klint segir að Greenpece
hafi hundelt sig með mála-
ferlum og hótað lögbanni á
sýningu þáttarins og þannig
komið í veg fyrir sýningu
hans víðar. Greenpeace hafa
ásakað Klint um að vera á
mála hjá íslenskum fiskiðn-
aði, vera hægri öfgamaður,
vera á mála hjá þekktum
öfgasinnum til hægri og
Moon sértrúarsöfnuðinum.
(Fiskeri Tidende sept. 1994.)
„Við viljum mótmæla því sem fram kemur í ummælum Gunnars Rafns í Ægi og
hvetjum hann til þess að kynna sér um hvað hann er að taia fyrst hann situr í skóla-
nefndinni," sagöi Jón M. Arason formaður nemendafélags Fiskvinnsluskólans í sam-
tali við Ægi.
Hvatinn að mótmælum Jóns og félaga hans er grein í 7.-8. tbl. Ægis 1994 þar sem
fjallað er menntunarmál fiskvinnslunnar í grein Þrastar Haraldssonar: Undarlega ófínt
að stúdera þorsk. Þar segir Gunnar Rafn Sigurbjörnsson, formaður skólanefndar Fisk-
vinnsluskólans, m.a. að stjórnendur og kennarar skólans hafi ekki haft burði til að
takast á við nýja tíma, skólanefndir hafi verið daufar og skólinn hafi ekki notið
trausts í greininni.
Jón. M. Arason og félagar hans í Fiskvinnslukólanum eru síðasti árgangurinn, 16
talsins, sem þaðan útskrifast að sinni en þeir ljúka námi um jól eftir þriggja anna nám.
„Það er margt sem má gagnrýna skólann fyrir en margt er mjög gott. Hingað koma
góðir kennarar úr atvinnulífinu og skólinn er í góðum tengslum við það. Við nem-
endur höfum unnið ýmis verkefni fyrir fyrirtæki í greininni.
Okkur finnst vera á okkur troðið og það af þeim sem síst skyldi, bæði fiskiðnaðin-
um sjálfum og aðstandendum skólans. Ummæli Gunnars vega ómaklega að skólan-
um. Hann hefur setið í skólanefnd í 4 ár og veröur ekki séð að hann hafi gert neitt til
þess að bæta ástandið. Svona ummæli koma sér illa fyrir okkur og Gunnar ætti að
kynna sér betur ástandið áður en hann fer að gapa svona í fjölmiðlum." □
ÆGIR OKTÓBER 1994 1 1