Ægir - 01.10.1994, Síða 18
Frans Josefs
land
GRÆNLAND
Novaja
Zemlja
GRÆNLANDSHA
Svalbaívasvæðið
Þorskur, ýsa, karfi,
rækja, grálúða
___
Bjarnarey0—'
Síldar■
smugan
Síld,
kolmunni/
> ®
•lbeinse
ISLAND
RUSS
Uthafsveiðar
Sýnd veiði en ekki gefin
„í Smugunni vei&a menn nær eingöngu þorsk úr stofni sem elst
upp í Barentshafi. I Barentshafi eru fleiri stofnar en veiði á þeim
er ekki ab hafa í Smugunni. Karfi er veiddur á Koptoibanka og
ýsuveiöi er þar en báðar þessar tegundir eru einkum innan lög-.
sögu Noregs eða Rússlands og ganga varla í Smuguna. A fisk-
verndarsvæðinu kringum Svalbarða eru ýsa og karfi auk þorsks.
Þar er rækjustofn og grálúða úti í dýpinu. Helstu veiðisvæðin eru
í köntunum á landgrunninu sem Bjarnarey liggur á og nær frá
Noregi norður að Svalbarba."
Þetta sagði Jakob Magnússon fiski-
fræðingur á Hafrannsóknastofnun í
samtali við Ægi um úthafsveiðar ís-
lendinga. Jakob er fróður um ýmsa
fiskistofna sem sækja má í á úthafinu.
Hann er ekki með öllu ókunnur fiski-
leit á fjarlægum slóðum því 1954
stýrði hann leiöangri á Nýfunda-
landsmið í leit að karfamiðum. í þeirri
för fundust fengsæl mið sem Jakob
nefndi Ritubanka.
Síld og kolmunni
„Síldarhafið eða Síldarsmugan fyrir
austan Island ber nafn með rentu.
Þangað gengur norsk-íslenski síldar-
stofninn. Þar er kolmunni og Rússar
hafa veitt hann talsvert á þessu svæði.
íslendingar stunda eins og er engar
veiðar á þessu svæði, nema þessi stutta
síldveiði í sumar. Kolmunnaveiðar
hafa íslendingar ekki stundað að neinu
ráði.
Reykjaneshryggurinn er suðvestur af
landinu og þar eru mikil úthafskarfa-
mið sem að hluta til teljast til Græn-
landshafs. Þar stunda íslendingar og
aðrar þjóðir umtalsverðar karfaveiðar.
Nú er unnið að því að mæla stofn-
stærð úthafskarfans með bergmáls-
mælingum. Enn hefur ekkert komið
fram sem bendir til þess að stofninn sé
ofveiddur.
Á þessu svæði eru blálöngumið og
er Franshóll einna þekktastur þeirra en
hann liggur á línunni sem afmarkar
fiskveiðilandhelgi íslands. Blálangan
hefst við á Reykjaneshryggnum en vib
vitum ekki hve langt. Það er ókannab.
Aðrar tegundir sem nefna má eru
búrfiskur og stinglax sem eru ágætir
matfiskar sem markaöir eru þekktir
fyrir. Um stofnstærb eða veiðislóðir
þeirra á Reykjaneshrygg er ekki vitað
því rannsóknir skortir. Reykjanes-
hryggurinn er ákaflega erfitt svæði til
botnvörpuveiba og fiskirannsóknir
tímafrekar og kostnaðarsamar. Sting-
lax er vinsæll fiskur á Portúgalsmark-
aði enda veiðist hann sunnar í Atl-
antshafi.
18 ÆGIR OKTÓBER 1994