Ægir - 01.10.1994, Side 21
J. Rönning:
Rafbúnaður er okkar mál
„Þaí> er skýr stefna þessa fyrirtæk-
is ab vera ekki ab vasast í mörgu.
Viö höfum snúiö okkur aö einni
sneiö af markaönum og hún er raf-
búnaöur, heimilistæki og efni til raf-
lagna," sagöi Kristinn Arnar Jóhann-
esson markaösstjóri Johan Rönning
hf. í samtali viö Ægi.
Fyrirtækið Johan Rönning hf. var
sett á laggirnar 1933 og heitir í höfuð-
ið á Norðmanninum sem það gerði.
Fyrstu árin fékkst fyrirtækiö við verk-
takastarfsemi en frá 1961 hefur inn-
flutningur og heildsala á rafmagnsvör-
um og rafbúnaði veriö meginverksvið
fyrirtækisins.
Þaö er umboðsaðili fyrir marga
heimsþekkta framleiðendur á sviði raf-
búnaðar, t.d. ABB-samsteypuna, Elko,
Hager, Thorn, Thorsmans, Wibe,
Hitachi, Nokia og Fagor.
Mikil samskipti við flotann
„Við eigum mikil sam-
skipti við fiskvinnsluna og
flotann og komum að mörg-
um þáttum. Það eru einkum
sérhæfðar rafvörur og raf-
mótorar sem við seljum út-
gerðinni. Um borð í einu
skipi geta verið nokkur
hundruö rafmótorar sem
knýja færibönd, spil, dælur
o.fl. Með stiglausum hraða-
stillum er hraða vinnslunnar
stjórnað. Auk þess má nefna
rafstrengi, rafmagnstöflur,
mótorræsibúnað, rofabúnað í töflur og
hraðastýringar af mörgu tagi.
Allur rafbúnaður sem seldur er um
borð í skipin er háður samþykki Skipa-
eftirlits ríkisins sem styðst við staðla
Lloyds eða Norsk Veritas."
Rafmótorarnir koma einkum frá
ABB sem er stærsta samsteypa á sínu
sviði í heiminum. Hjá ABB eru 213
þúsund manns á launaskrá og velta
samsteypunnar er 30 billjónir dollara
árlega enda teygir hún arma sína um
víða veröld. Sænska móðurfyrirtækið
ASEA er nógu stórt til þess að litið er á
Svíþjóð sem heimaland þessa stóra
fjölþjóðafyrirtækis. ABB rekur sérstaka
rannsóknadeild í Vesterás og veitir
rúmum 2 billjónum dollara til rann-
sókna á ýmsum sviðum áriega.
Miklar framfarir í stýribúnaði
„í rauninni hafa rafmótorar sem
slíkir lítiö breyst í 50-60 ár. En það
hafa orðið mikiar framfarir á ýmsum
stýribúnaöi og nú er framleiðsla mót-
ora miklu staðlaðri en var.
Evrópubandalagið er aö koma á
nýjum stöðlum fyrir rafmótora sem
allir framleiðendur verða að laga sig
að, svo nú erum við að sjá ýmsar
breytingar."
Kristinn Arnar Jóhannesson markaðsstjóri
Johan Rönning hf.
Hjá Johan Rönning vinna 23 starfs-
menn. Að sögn Kristins eru ekki sér-
stakir tæknimenn sem sinna flota og
fiskvinnslu.
„Við kynningu á okkar vörum vilj-
um við reyna að höfða beint til þeirra
sem nota vörur okkar dags daglega.
Þetta á sérstaklega við um sjávarútveg-
inn."
Kristinn benti á þá alvarlegu þróun
að síðan skipasmíðar lögðust að mestu
af hér á landi sé sala til nýsmíða nær
alveg úr sögunni. Flest viðskipti við
flotann snúist um endurnýjun. í kjöl-
farið hafi oröið nokkur samdráttur á
þessu sviði og fátt við því að gera ann-
að en að vona að úr rætist fyrir íslensk-
um skipasmíðaiðnaði.
„Við seljum fleira en rafmótora í
skipin. Við erum með sérhæfðan ljósa-
búnað fyrir skip. Þetta eru bæði kastar-
ar utan á skipin, ijós í lestar og lesljós í
kojurnar.
Við seljum rafmagnshitablásara og
ofna í vistarverur og stakkageymslur
sem hafa verið mjög vinsælir. Á þess-
um markaði höfum við veriö mjög
leiðandi."
Stöðvar eld og reyk
Johan Rönning býður nú nýjungar
á sviði sem tengist raflögnum en það
eru brunaþéttingar fyrir raflagnir frá
sænska fyrirtækinu FireSeal en það fyr-
irtæki hefur um áratuga skeið stundað
framleiðslu og rannsóknir á bruna-
þéttibúnaði.
Nauðsyn þess að hefta út-
breiðslu elds er öllum ljós og
hvergi er það meira áríðandi
en um borð í skipum sem
brýnt er að sé skipt upp í
nokkur þétt eldhólf. Mikil-
vægt er að veggir sem eiga
að vera brunaþéttir séu ekki
með götum á þar sem eldur
og gasefni eiga greiða leið
um. Þetta á til dæmis við um
rafleiðslur, skolprör, loft-
ræstistokka og fleira. Bruna-
þéttiefnin eru til í margvís-
legum útfærslum.
„Við teljum að á þessu
sviði hafi mörgu verið
ábótavant," segir Kristinn. „í stórum
dráttum má segja að búnaður sé eink-
um sérstök rör eða hólkar sem raflagn-
ir og annað getur legið um gegnum
veggi. Við ákveðið hitastig þenst efnið
innan í hólkunum út og myndar al-
gjörlega þétta og trausta vörn fyrir
eldi, gasi, reyk eða vatni. Vörnin þenst
svo margfalt út að rör eða hólkur sem
er sex sentimetrar í þvermál lokast al-
veg." □
ÆGIR OKTÓBER 1994 21