Ægir - 01.10.1994, Page 24
Erfiðleikar
framundan
Aöalfundur Samtaka fiskvinnslustöðva
Samtök fiskvinnslustöðva héldu að-
alfund sinn á Selfossi 23. september
1994 á Hótel Selfossi. Fundinn sitja all-
ir stærstu fiskverkendur landsins auk
gesta SF. Auk hefðbundinna aðalfund-
arstarfa flutti Arnar Sigurmundsson
skýrslu stjórnar samtakanna og gerði
grein fyrir stöðu og horfum innan
greinarinnar. Hann taldi rekstur sjávar-
útvegsfyrirtækja einkennast af stöðugri
baráttu og sagði ýmsar blikur á lofti.
Hann taldi vafasamt aö fyrirtæki sem
eingöngu byggja á þorskveiðum og
vinnslu lifðu af erfiðleika framundan
Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráð-
herra ávarpaði fundinn. Björn Björns-
son fiskifræðingur flutti erindi um þor-
skeldi í sjó við ísland. Björn Bjarnason
alþingismaður flutti erindi um tengsl
íslands við ESB og erlendar fjárfesting-
ar í íslenskum sjávarútvegi. Framsögu-
menn auk hans voru Halldór Ásgríms-
son alþingismaður og Finnbogi Jóns-
son framkvæmdastjóri Síldarvinnsl-
unnar á Neskaupstað.
Ályktun aðalfundarins
Meginályktun aðalfundar Samtaka
fiskvinnslustöðva, sem haldinn var á
Selfossi 23. september 1994, hljóðar
þannig:
„Rekstur sjávarútvegsfyrirtækja hér
á landi hefur verið sífelld barátta und-
anfarin ár. Helmings samdráttur í
þorskveiðum á sjö árum hefur komið
fjölda fyrirtækja í þrot. Stóraukin út-
hafsveiði, ásamt mikilli loðnuveiði
hefur gert okkur kleift aö komast að
mestu í gegnum þessa gríðarlegu erfið-
leika á þessu ári. Það er dökkt
framundan í þorskveiðum hér við land
á næstu árum og vandséö hvernig fyr-
irtæki sem byggja nær eingöngu á
botnfiskveiðum og vinnslu komast í
gegnum þá erfiðleika.
Samtök fiskvinnslustöðva og önnur
samtök í sjávarút-
vegi studdu eindreg-
ið aðild íslands að
samningnum um
Evrópska efnahags-
svæðið, EES, og var
um þetta algjör sam-
staða innan raða at-
vinnurekenda hér á landi. Á sama hátt
höfum við stutt eindregið ályktun Al-
þingis og stefnu ríkisstjórnarinnar um
næstu skref í viðræðum við ESB í kjöl-
far hugsanlegrar inngöngu fjögurra
EFTA ríkja í ESB um næstu áramót. Það
er mjög mikilvægt að þau tollfríðindi
sem áunnist hafa í gegnum ESS tapist
ekki við inngöngu hinna EFTA ríkj-
anna. Því hlýtur það að verða for-
gangsverkefni íslenskra stjórnvalda að
sjá til þess að það sem þegar hefur
áunnist glatist ekki.
Löggjöf um erlenda fjárfestingu í ís-
lenskum sjávarútvegi þarf að aðlaga
þeim raunveruleika sem við búum við
eftir að almenningshlutafélög með
mjög dreifða eignaraðild hafa risið upp
í sjávarútvegi á undanförnum árum.
Rétt er að breyta löggjöf á þann veg að
takmörkuð óbein eignaraðild erlendra
aðila verði heimil í slíkum tilvikum.
Sjávarútvegurinn á að taka fullan
þátt í þeirri umræðu sem nú á sér stað
um framtíðartengsl íslands við ESB. Frá
upphafi var það ljóst að íslendingar
gætu með engum hætti lifað með sjáv-
arútvegsstefnu ESB. Samningar líkt og
sjávarútvegssamningurinn sem Norð-
menn hafa gert við ESB koma aldrei til
greina. í þessu máli eins og flestum
öðrum fara saman hagsmunir sjávarút-
vegsins og íslensku þjóðarinnar.
Háir raunvextir hér á landi á undan-
förnum árum hafa komið þungt niður
á sjávarútveginum. Þrátt fyrir umtals-
verða lækkun óverðtryggðra vaxta á
síðustu 12 mánuðum ríkir hér áfram
Formaður SF, Arnar Sigurmundsson, flytur erindi sitt.
hávaxtastefna og raunvaxtalækkunin
hefur ekki skilað sér til fólks og fyrir-
tækja með sama hætti og til ríkis og
sveitarfélaga. Þá eru stórhækkuð álög
banka á afurðalánavexti fiskvinnslunn-
ar að undanförnu með öllu óþolandi.
Framundan er gerð nýrra kjarasamn-
inga á almennum vinnumarkaði. Þeir
samningar verða undir öllum kringum-
stæðum að tryggja áframhaldandi stöð-
ugleika í íslensku efnahagslífi.
Á undanförnum erfiðleika- og sam-
dráttartímum hefur íslenskur sjávarút-
vegur enn sýnt mikla aðlögunarhæfni
með því að bregðast hratt við hverjum
nýjum aðstæðum og eru stórauknar
úthafsveiðar nýjasta dæmi þar um.
Gott hráefni, vöruvöndun og dugmik-
ið starfsfólk, ásamt góðri markaðsetn-
ingu sjávarafurða, mun auðvelda okk-
ur að takast á við erfiðleikana. Hefð-
bundnar botnfiskveiðar og vinnsla
hafa verið rekin með halla þannig að
enn frekari samdráttur í afla sem
ákveðinn hefur verið verður þessum
fyrirtækjum ofviða. Sjávarútvegurinn
og stjórnvöld verða að taka höndum
saman um að leita allra hugsanlegra
úrræða til að mæta þessum vanda."
Úttekt í samvinnu við LÍÚ
Á fundinum var fjallað talsvert um
stöðu botnfiskvinnslunnar. Félags-
menn SF hafa þungar áhyggjur af af-
komu hennar. Aðalfundurinn ályktaði
að fela stjórn SF að leita samstarfs við
LÍÚ um að fram fari ítarleg úttekt á
stöðu botnfiskveiða og vinnslu. O
24 ÆGIR OKTÓBER 1994