Ægir - 01.10.1994, Síða 25
Danir borða meiri
fisk en áður
Þó Danir hafi aukiö fiskneyslu sína um
2,5 kíló á mann á síðustu 10 árum hrekkur
þaö skammt miðað viö þau 93 kjötkíló
sem hver Dani hesthúsar árlega.
Á hverju ári borðar hver Dani 20 kíló af
fiskafurðum, þar af 6,5 kíló af ferskum
fiski. Þetta þykir ekki ýkja mikið saman-
borið við t.d. Norðmenn en hver þeirra
borðar að meðaltali 40 kíló af fiski og sjáv-
arafurðum. Þrátt fyrir þennan mikla mun
segir formaður félags fisksala í Danmörku
að fiskætur sæki stöðugt í sig veðrið og
þeim fjölgi hægt en örugglega.
(Fiskerí Tidende sept. 1994.)
Fiskmarkaður á
Neskaupstað
Fiskmarkaður hefur verið opnaður á
Neskaupstað. Hann er tengdur Fiskmarkaði
Hornafjarðar og er boöið upp gegnum fjar-
skiptanet. Með þessu eru útibú frá mark-
aðnum á Hornafirði orðin tvö, en hitt er á
Fáskrúðsfirði.
(Austurland sept. 1994.)
Danskir fiskmjöls-
framleiðendur ánægðir
Fimm fiskimjölsverksmiðjur á vestur-
strönd Danmerkur hafa skýrt frá því að
árið 1994 stefni í að verða mjög gott. Allar
verksmiðjurnar hafa tekið á móti mun
meira hráefni samanborið við síðasta ár og
má þakka það góðri bríslingsveiði. Þó árið
virðist ætla að verða gott mun það samt
ekki veröa eins gott og metárið 1992.
Verð á framleiðslunni er ekki sérlega
hagstætt, ab hluta vegna bágrar stöðu doll-
ars, en góð sojabaunauppskera í Bandaríkj-
unum hefur einnig áhrif svo og mikið
framboð á lýsi frá Suður-Ameríku.
(Fiskerí Tidende sept. 1994.)
Gamalt og nýtt?
„Gamalt skip er skip sem ekki er nýtt.
Nýtt skip er skip sem hafin er smíði á
eftir gildistöku þessara reglna."
(Reglugerð nr. 189. 21. mars 1994 um
björgunar og öryggisbúnað íslenskra skipa.
1. grein. Gildissvið og skilgreiningar.)
Hver hlustar?
Danskir sjómenn hafa lýst áhyggjum sínum vegna þess hve auðvelt er
að hlera farsíma, en þeir verða stöðugt vinsælli fjarskiptatæki um borð í
skipum. Með „skannerum" er hægt að staðsetja skip sem notar farsíma og
hlusta á símtöl. Danska sjómenn grunar að veiðieftirlitið notið slíkan
tækjabúnað til þess að fylgjast með ferðum þeirra.
(Fiskeri Tidende sept. 1994.)
Sókn í Suður-Ameríku
Danska útflutningsrábib hyggur á mikla sókn á mörkuðum í Perú og
Chile þar sem markaðir eru í miklum vexti. Sérstakt átak verður gert á
þessu sviði í tengslum við sjávarútvegssýninguna Expo-Pesca í Santiago
30. nóvember til 3. desember nk. Danir taka þátt í sýningunni sem þeir
telja afar mikilvæga en verða viku áður með sérstaka kynningu á
afurðum sínum í Lima í Perú.
(Fiskeri Tidende sept. 1994.)
1L IIII
f*l»IP
RAFMÓTORAR
SEM SNÚASTOG SNÚAST
Mótorar fyrir allar þarfir,
0,18 - 900 kW.
Nýr Evrópustaöall M2BA.
HRADA • STYRINGAR
FYRIR D/ELUR, FÆRIBÖND 0.FL.
TT
Veldu ABB
SAMI-GS hraöastýring fyrir
mótorstæröir 0,37 - 315 kW.
• JOHAN
RÖNNING HF
SUNDABORG 15
104 REYKJAVÍK
SÍMI: 91-684000
FAX: 91-688221
ÞIÓNUSTA í 60 ÁR
ÆGIR OKTÓBER 1994 25