Ægir

Volume

Ægir - 01.10.1994, Page 26

Ægir - 01.10.1994, Page 26
Veður og ísing í Smugunni Sókn íslenskra togara í Smuguna og á Svalbarða- svæðið hefur stóraukist í sumar og haust. Veiöar í Smugunni geta verið mikið hættuspil stóran hluta ársins. Þaðan er löng sigling í var þegar óveður geisa og ísing getur hlaðist á skipin á skömmum tíma. I ofanálag ríkir nær samfellt heimskauta- myrkur þarna norðurfrá frá því snemma í október og fram í marsmánuð. Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Flestir ef ekki allir íslendingar, sem nærri fiskveiðum og útgerð hafa komið, hafa heyrt getið hins hörmulega slyss á Nýfundalandsmiðum í febrúar 1959 þegar togarinn Júlí frá Hafnarfirði fórst með allri áhöfn. Sex aðrir íslenskir togarar sluppu við illan leik eftir margra klukkustunda ísbarning í miklu illviðri. Óhug sló að íslensku þjóðinni eftir atburð þennan og má segja að úthafsveiðar hafi í kjölfarið að Einar Sveinbjörnsson. mestu lagst af, a.m.k. yfir vetrartímann. Síðan þá hefur heil kynslóö af íslenskum sjómönnum og skipstjórnendum vax- ið úr grasi. Guðjón Ármann Eyjólfsson, skólameistari Stýrimanna- skólans í Reykjavík, ritaði í desemberhefti Ægis á sl. ári þarfa ádrepu þar sem hann minnti á hætturnar sem veiðar í ísköldum vetrarsjó geta haft í för með sér. í grein hans kom fram að síðasta alvarlega sjóslysið hér við land, sem beinlínis er rakið til yfirísingar, hafi verið í febrúar 1968. Þá fórust 18 Bretar og 6 íslendingar í ísafjarðardjúpi. Vest- fjarðamið standast þó engan veginn samanburð við Smug- una í miðju Barentshafinu hvað ísingarhættu áhrærir. Því Mynd 1. Helstu hafstraumar í Barentshafi. Fjólubláa línan sýnir algenga legu hitaskila í sjónum. Mynd 2. Útbreiðsla hafíss í Barentshafi. Hafís lokar næstum allri Smugunni að vetrar- og vorlagi í mestu hafísárum. Eins og sést á myndinni er þó mikill munur á útbreiðslunni milli ára. —— Minnsta hámarksútbreiðsla á árunum 1979-1985. ■— Mesta hámarksútbreiðsla á árunum 1979-1985. 26 ÆGIR OKTÓBER 1994

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.