Ægir - 01.10.1994, Page 33
upp á efra þilfar, hvalbak á tveimur hæðum á fremri hluta
efra þilfars, og íbúðarhæð og brú aftantil á efra hvalbaksþil-
fari (bátaþilfari).
Rými undir neðra þilfari: Sex þverskipsþil (fimm vatnsþétt)
skipta skipinu í eftirtalin rými, talið framan frá: Stafnhylki
fyrir sjókjölfestu; hágeyma fyrir brennsluolíu; tækjaklefa;
lestarými, skipt í frystilest og mjöllest og mjölverksmiðju-
rými aftantil, með hágeymum fyrir brennsluolíu fremst í
síðum og hágeymum fyrir brennsluolíu og sjókjölfestu aft-
antil í síðum, ásamt botngeymum fyrir brennsluolíu (fram-
antil) og ferskvatn (aftantil); vélarúm með vélgæsluklefa
fremst b.b.-megin og frystivélarými fremst s.b.-megin og
botngeymum í síðum fyrir svartolíu o.fl.; og aftast skut-
geyma fyrir brennsluolíu ásamt set- og daggeymum.
Neðra þilfar: Fremst á neöra þilfari er stafnhylki fyrir sjó-
kjölfestu, hágeymar fyrir brennsluolíu og keðjukassar ásamt
tækjaklefa. Þar fyrir aftan er vinnsluþilfar með fiskmóttöku
aftast. Aftan við fiskmóttöku er stýrisvélarrými. S.b.-megin
við fiskmóttöku og stýrisvélarrými er vélarreisn, vinnslu-
verkstæði og hjálparvélarými, en b.b.-megin vélarreisn og
ketilrými ásamt verkstæði. Fremst s.b.-megin á vinnsluþil-
fari er skrifstofa fyrir vinnslurými og b.b.-megin aftantil er
stigahús sem tengir saman íbúðir á efra þilfari og vélarúm
(vélgæsluklefa).
Efra þilfar: Á efra þilfari eru þilfarshús meðfram báðum
síðum, að mestu samfelld, og togþilfarið þar á milli með
lokuðum gangi framantil (opinn að aftan). Fremst s.b.-meg-
in er klefi fyrir rafbúnað vindna en þar fyrir aftan íbúðir, þá
veiðarfærageymsla, klefi fyrir togvindumótor og aftast skor-
steins- og stigahús. B.b.-megin eru íbúðir, þar fyrir aftan
klefi fyrir togvindumótor og aftast skorsteinshús ásamt
geymslurými. Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu
og greinist hún í sex bobbingarennur, sem liggja í gangi og
fram aö stafni, þannig að unnt er að hafa þrjár vörpur und-
irslegnar og tilbúnar til veiða. Aftantil í vörpurennu (fram-
an við fiskilúgur) er vökvaknúið deilihlið til að aðskilja
vörpur. Yfir afturbrún skutrennu eru vökvaknúnir toggálgar
(ísgálgar), en yfir frambrún skutrennu er pokamastur, sem
gengur niður í síðuhús beggja megin. Toggálgapallur er yfir
skutrennu og tengist pokamastri. Blökk fyrir miðvír, fyrir
tveggja vörpu togveiðar, er undir toggálgapalli fyrir miðju.
Á toggálgapalli eru sæti fyrir varahlera.
Neðra hvalbaksþilfar: Neðra hvaibaksþilfar (bakkaþilfar) er
heilt frá stafni aftur undir miðju, en þar greinist það í
tvennt og liggur meðfram báðum síðum aftur að
pokamastri og tengist toggálgapalli. Á bakkaþilfari er lokuð
yfirbygging frá stafni aftur undir skipsmiöju, en í henni eru
íbúðir ásamt geymslu fremst. Aftast á framlengdu bakkaþil-
fari eru vindustjórnklefi s.b.-megin og klefi fyrir C02-
slökkvikerfi b.b.-megin, og eru klefar þessir sambyggöir
pokamastri.
Efra hvalbaksþilfar: Aftantil á efra hvalbaksþilfari (bátaþil-
fari) er íbúðarhæð og yfir henni er brú skipsins. Á brúarþaki
er ratsjár- og ljósamastur.
Við óskuni Hröim hf og áhöfn til
hamingju með nýsmíðina
GUÐBJÖRG ÍS-46
og með kaupin á:
POLY - ICE
B OTNTROLLSHLERUM
OG
FLOTTROLLSHLERUM
Við óskum útgerð og áhöfn alls hins besta
og þökkumfyrir ánœgjuleg viðskipti og
samfellda notkun á Poly - Ice toghlerum á
„ Guðbjörgunum “ síðan 1979 - eða í 15 ár.
BOTNTOGSHLERAR
„FYRIR ALLAR BOTNTOGSVEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI 4 SÍMAR 814677 / 680775
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 689007
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI"
ÆGIR OKTÓBER 1994 33