Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Side 66
1. INNGANGUR
Viðfangsefni þessarar greinar er, eins og titill hennar gefur til kynna, 6. gr.
Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og málsmeðferð í samkeppnismálum
samkvæmt íslenskum lögum. Umfjöllunin í greininni einskorðast við hvort
meðferðin sé í samræmi við kröfur 6. gr. MSE um málsmeðferð fyrir sjálf-
stæðum og óvilhöllum dómstól. Sjónum verður að mestu leyti beint að málum
þar sem Samkeppnisráð hefur vald til að beita sektum samkvæmt 52. gr.
samkeppnislaga nr. 8/1993, með síðari breytingum. Ekki verður fjallað sjálf-
stætt um málsmeðferð í samrunamálum, sbr. 18. gr. laganna, eða í tengslum við
ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli 14. gr. laganna, en vikið verður að
dómum sem varða þær greinar samhengisins vegna.
Greinin skiptist þannig að fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir helstu
atriðum í málsmeðferð samkeppnismála, þar á meðal minnst á þá gagnrýni sem
sett hefur verið fram í tengslum við umfjöllunarefni þessarar greinar. Þessu
næst er ætlunin að fjalla um hvort sektarákvarðanir Samkeppnisráðs falli undir
6. gr. MSE. Eins og nánari grein verður gerð fyrir er niðurstaðan sú, að þær
teljist til „ásökunar um refsiverða háttsemi“ í skilningi greinarinnar, sem hefur
umtalsverða þýðingu fyrir það sem á eftir fylgir.
Svo víkur sögunni að því hverjar kröfur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur
gert í dómaframkvæmd um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla. Þar sem niður-
staðan er sú að samkeppnisyfirvöld teljist ekki til dómstóls samkvæmt 6. gr.
MSE mun kastljósið beinast að því hverjar kröfur eru gerðar til endurskoð-
unarvalds dómstóla.
I síðasta hluta greinarinnar verður fyrst í mjög stuttu máli fjallað um tak-
markanir á endurskoðunarvaldi dómstóla samkvæmt 60 gr. stjómarskrárinnar. Að
því búnu verður farið yfir þá hæstaréttardóma sem hafa gengið í samkeppnis-
málum og athugað hvemig endurskoðunarvald dómstóla birtist í framkvæmd í
þessum málaflokki.
2. SAMKEPPNISYFIRVÖLD
Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, með síðari breytingum,
fer viðskiptaráðherra með framkvæmd laganna en í umboði hans annast
Samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála dag-
lega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. I 6. gr. laganna er kveðið á um að
ráðherra skipi fimm menn í Samkeppnisráð og jafnmarga til vara. Skipunartími
ráðsins er fjögur ár. Samkeppnisstofnun undirbýr mál sem lögð eru fyrir Sam-
keppnisráð og annast dagleg störf ráðsins, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Ráðherra
skipar forstjóra Samkeppnisstofnunar til fimm ára að fenginni umsögn Sam-
keppnisráðs og stjórnar hann rekstri hennar. I 2. mgr. 8. gr. segir einnig að
forstjóri eða staðgengill hans sitji fundi Samkeppnisráðs með málfrelsi og
tillögurétt. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. samkeppnislaga sæta ákvarðanir Sam-
kepppnisráðs og Samkeppnisstofnunar kæru til áfrýjunamefndar samkeppnis-
mála. I 55. gr. laganna er kveðið á um að ákvörðun Samkeppnisráðs eða Sam-
524