Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 66

Tímarit lögfræðinga - 01.12.2004, Blaðsíða 66
1. INNGANGUR Viðfangsefni þessarar greinar er, eins og titill hennar gefur til kynna, 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) og málsmeðferð í samkeppnismálum samkvæmt íslenskum lögum. Umfjöllunin í greininni einskorðast við hvort meðferðin sé í samræmi við kröfur 6. gr. MSE um málsmeðferð fyrir sjálf- stæðum og óvilhöllum dómstól. Sjónum verður að mestu leyti beint að málum þar sem Samkeppnisráð hefur vald til að beita sektum samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, með síðari breytingum. Ekki verður fjallað sjálf- stætt um málsmeðferð í samrunamálum, sbr. 18. gr. laganna, eða í tengslum við ákvarðanir sem teknar eru á grundvelli 14. gr. laganna, en vikið verður að dómum sem varða þær greinar samhengisins vegna. Greinin skiptist þannig að fyrst verður í stuttu máli gerð grein fyrir helstu atriðum í málsmeðferð samkeppnismála, þar á meðal minnst á þá gagnrýni sem sett hefur verið fram í tengslum við umfjöllunarefni þessarar greinar. Þessu næst er ætlunin að fjalla um hvort sektarákvarðanir Samkeppnisráðs falli undir 6. gr. MSE. Eins og nánari grein verður gerð fyrir er niðurstaðan sú, að þær teljist til „ásökunar um refsiverða háttsemi“ í skilningi greinarinnar, sem hefur umtalsverða þýðingu fyrir það sem á eftir fylgir. Svo víkur sögunni að því hverjar kröfur Mannréttindadómstóll Evrópu hefur gert í dómaframkvæmd um sjálfstæði og óhlutdrægni dómstóla. Þar sem niður- staðan er sú að samkeppnisyfirvöld teljist ekki til dómstóls samkvæmt 6. gr. MSE mun kastljósið beinast að því hverjar kröfur eru gerðar til endurskoð- unarvalds dómstóla. I síðasta hluta greinarinnar verður fyrst í mjög stuttu máli fjallað um tak- markanir á endurskoðunarvaldi dómstóla samkvæmt 60 gr. stjómarskrárinnar. Að því búnu verður farið yfir þá hæstaréttardóma sem hafa gengið í samkeppnis- málum og athugað hvemig endurskoðunarvald dómstóla birtist í framkvæmd í þessum málaflokki. 2. SAMKEPPNISYFIRVÖLD Samkvæmt 1. mgr. 5. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993, með síðari breytingum, fer viðskiptaráðherra með framkvæmd laganna en í umboði hans annast Samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála dag- lega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. I 6. gr. laganna er kveðið á um að ráðherra skipi fimm menn í Samkeppnisráð og jafnmarga til vara. Skipunartími ráðsins er fjögur ár. Samkeppnisstofnun undirbýr mál sem lögð eru fyrir Sam- keppnisráð og annast dagleg störf ráðsins, sbr. 1. mgr. 8. gr. laganna. Ráðherra skipar forstjóra Samkeppnisstofnunar til fimm ára að fenginni umsögn Sam- keppnisráðs og stjórnar hann rekstri hennar. I 2. mgr. 8. gr. segir einnig að forstjóri eða staðgengill hans sitji fundi Samkeppnisráðs með málfrelsi og tillögurétt. Samkvæmt 1. mgr. 9. gr. samkeppnislaga sæta ákvarðanir Sam- kepppnisráðs og Samkeppnisstofnunar kæru til áfrýjunamefndar samkeppnis- mála. I 55. gr. laganna er kveðið á um að ákvörðun Samkeppnisráðs eða Sam- 524
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.