Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 8

Ægir - 01.02.1996, Qupperneq 8
VIÐ NAIMARI ATHUGUN Flest slys verða á togurum Séu tekin saman skráð slys á sjómönnum árin 1983 til 1993 kemur skýrt í Ijós að hættulegast er að vera á togara. Á þessu tíu ára bili hefur slysum á sjómönnum fjölg- að í kringum 500 á ári 1988 til 1993. 70% skráðra slysa á sjómönnum verða um borð í togurum. Þetta er ákaflega hátt hlutfall í Ijósi þess að togarasjómenn eru innan við þriðjungur af allri sjómannastéttinni. Þetta samsvarar því að á íslenskum togunjm slasist að jafnaði einn maður á dag allan ársins hring. | Fjöldi slasaðra á togurum | Fjöldi slasaðra alls 1983 1984 1985 1986 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 Vinnuslys til sjós árin 1983-1993 Þetta kemur fram í Heilbrigðisskýrslum nr. 3 1995 sem ný- lega voru kynntar hjá Landlæknisembætt- inu. Sé skoðað hvar í skipinu og við hvaða störf slysin verða um borð í togurum kem- ur í Ijós að flest þeirra verða ofan- dekks í vinnu við trollið og búnaði tengdum því, einkum þegar verið er að taka trollið eða láta það fara aftur, og kemur þetta í sjálfu sér engum á óvart sem þekkir til um borð í togara. Algengast er að menn slasist við hífingar, einkum þegar eitthvað slæst til og menn verða fyrir því. Árið 1993 slösuðust 52 togarasjómenn við slíkar aðstæður, meðan 43 runnu til á dekki og slösuðust, 42 skáru eða stungu sig og 25 klemmdust. Einnig er algengt að menn slasist við að falla í stigum og við vinnu í lest. Aðalsteinn Bjarnason stýrimannaskólanemi, sem ritar grein um slys á togskipum í þessu hefti Heilbrigðisskýrslna, segir að flest slysin verði þegar veður eru slæm og telur að þar sé ef til vill komin skýring á hárri slysatíðni á togurum þar sem varla þekk- ist orðið að troll sé híft úr sjó vegna veð- urs því togað sé í Vió hífingu hvaða veðri sem er. Rennur til Aðalsteinn telur Skurður einnig að fálæti með- Varð á milli al sjómanna um ör- - yggismál eigi sinn Fall í stiga þátt í hárri slysatíðni í lest og þurfi grundvallar- hugarfarsbreyting að koma til. Hann telur Helstu orsakir slysa. að mikill misbrestur sé á að lögum sé framfylgt sem kveða á um björgunaræfingar á minnst þriggja mánaða fresti og oftar ef hlutfall nýliða er yfir 25% af áhöfninni. Sýnt þykir að nýliðar séu stór áhættuhópur þegar slys á sjó eru annars vegar og því brýnt að nýliðafræðslu um björgunarbúnað, viðvörunarbúnað og notkun hans sé betur sinnt en nú er gert. □ Fiskimjöl og lýsi í Grindavík kaupir Hrímbak EA af Útgerb- arfélagi Akureyringa og verður hann tekinn af skrá sem úrelding á móti nýju nótaskipi sem Fiskimjöl og lýsi er að kaupa frá Skotlandi. Hrímbakur er 488 brúttólestir smíðaður í Pól- landi 1977. Samgönguráðuneytið frestar fram á mitt ár gildistöku laga sem skyldar útgerðarmenn til að setja sjálfvirkan sleppibúnað í öll skip. A- stæðan er sögð skortur á slíkum bún- aði en framleiðandinn í Vestmanna- eyjum segir málið ekkert hafa verið kannað. ŒSamúel Hreinsson, sem hefur rekið umboös- og fisksölufyrir- tækið ísey í Bremerhaven, færir út kvíarnar og kaupir fiskréttavinnsluna Fimex sem sérhæfir sig í þjónustu vib veitingahús og er eitt rótgrónasta fyr- irtæki landsins á sínu sviði. Byggðastofnun úthlutar 500 tonna þorskkvóta sem stofn- ræbur yfir og skal renna til krókabáta á þeim stöbum sem algjör- lega eru hábir veiðum slíkra báta og standa höllum fæti. Lunginn af um- ræddum kvóta fer til báta á Suðureyri, Tálknafirði, Bakkafirði og í Grímsey. EMikil þorskgengd er á fléstum miðum við landib og einkum verða sjómenn varir vib gífurlegt magn af þorski á Vestfjarðamiöum. Hafró siglir á staðinn og mælir kökk- inn sem telst vera rúm 15 þúsund tonn. Sjómenn eru ekki hrifnir af vinnuaðferðum Hafró. Skagstrendingur hf. kaupir meirihluta hlutabréfa í frysti- húsinu Hólanesi á Skagaströnd sem áður voru í eigu Höfðahrepps. Nú á Skagstrendingur rúm 58% í Hólanesi og mun ætla ab leggja áherslu á rækjuvinnslu þar. Viöskipti með Rússafisk liðkast á ný eftir margra mánaða tregbu sem tengdist deilum um Smuguveiðar. í kjölfarið aukast við- skipti með notaðar Lada-bifreiðar. unin 8 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.