Ægir - 01.02.1996, Blaðsíða 9
Nýr rækjutogari, Júlíus Hav-
steen ÞH 1, kemur til heima-
hafnar á Húsavík. Höfði hf. keypti
skipið frá Grænlandi í stað eldra skips
með sama nafni. Þess má til gamans
geta að gamli Júlíus fékk nafniö Þór-
unn Havsteen en það hét eiginkona
Júlíusar Havsteen sýslumanns á Húsa-
vík. Hann verður gerbur út frá Húsa-
vík.
Togaraútgerð ísafjarðar ætlar
að láta smíða nýjan rækjutog-
ara í Nauta skipasmíbastöbinni í Pól-
landi í stab Skutuls ÍS sem fyrirtækiö
hefur gert út undanfarin ár. Nýsmíbin
verður rúmlega 60 metra langur
frystitogari, sérbúinn til rækjuveiöa.
aNýr rækjutogari kemur til
heimahafnar á Skagaströnd.
Skipið, sem heitir Helga Björg HU, er í
eigu Skagstrendings og er keypt not-
að frá Grænlandi, smíðað í Noregi
1977 en endurbyggt 1986.
Gubbjartur ÍS, sem nú hefur
vikið fyrir nýrra skipi, hefur
verið seldur til Noregs. Talnaglöggir
menn reikna út að Gubbjartur ÍS hafi
fiskað fyrir tæpa sjö milljarða frá
1973, eða 88 þúsund tonn.
Loönuvertíðin fer hægt af stab
og helst að loðna veiðist í
flottroll. Sölumiðstöð hraðfrystihús-
anna gengur frá stærsta samningi sem
nokkru sinni hefur verib geröur vib
Japana um sölu á frystri loðnu. Samn-
ingurinn hljóbar upp á 20 þúsund
tonn.
Tölvuvætt upplýsingakerfi,
Hafdís, sem Tæknivai hefur
hannað og sett upp í rækjuverksmiðj-
unni Bakka í Hnífsdal, vekur verb-
skuldaba athygli. Kerfið tryggir upp-
lýsingaflæði og eftirlit með byltingar-
kenndum hætti.
Rækjuverksmiðjan Pólar á
Siglufirði kaupir Svalbak EA
302 af Útgeröarfélagi Akureyringa og
hyggst gera hann út til rækjuveiða.
Svalbakur er með elstu togurum,
smíbaður í Noregi 1969 og er tæplega
800 brl.
MAÐUR MÁNAÐARINS
Maður mánaðarins er Halldór G. Eyjólfsson markaðsstjóri hjá Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna sem í janúargekk frá einum stærstu sölusamningum á frystri loðnu
til Japan ásamt Jóni Magnúsi Kristjánssyni framkvæmdastjóra SH í Japan sem gerðir
hafa verið eða um 20 þúsund tonn.
„Ég er nokkuð sáttur með þessa samninga
vegna þess að þeir taka meðal annars til sölu á
smáloðnu og þar er að skila sér það markaðsátak
sem SH gerði í fyrra," sagði Halldór í samtali við
Ægi.
Það er alltaf happdrætti hvort hægt er að standa
við samninga og það tókst t.d. ekki í fyrra vegna
óhagstæðs veðurs.
„Menn eru betur undirbúnir nú og nýjir framleið-
endur hafa bæst í hópinn og það ásamt ákvæðum
samninganna um stærð loðnunnar gerir það að
verkum að ég er bjartsýnn."
Halldór lýsir samningaviðræðum að þessu tagi
sem fundalotum frá morgni til kvölds með japönskum kaupendum. Ennfremur er hann
í stöðugu sambandi við framleiðendur SH á íslandi að næturlagi á japönskum tíma.
Halldór fæddist 27. júlí 1966 í Reykjavík. Hann er sonur Eyjólfs Halldórssonar
stýrimanns Karenar Guðmundsdóttur. Hann varð stúdent frá MH 1986, lauk námi í
vélaverkfræði frá Hl’ 1990 og MS í rekstrarverkfræði frá Danmarks Tekniske Hojskole
í Kaupmannahöfn 1992. Hann hefur starfað hjá SH í tæp tvö ár en var áður hjá
Samstarfsnefnd atvinnurekenda í sjávarútvegi, SAS auk þess að vinna ýmis störf til
sjós og lands. Unnusta Halldórs erSolveig H. Sigurðardóttir lyfjafræðingur.
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Ýsan á Fiskmarkaðnum kláraðist og við þurftum að fá sendingu úr Reykjavík.'' Mar-
grét Kjartansdóttir verslunarstjóri lýsir fiskáti í Vestmannaeyjum eftir jól í Fréttum.
„Þetta er álíka gáfulegt og að reyna að telja hárin á höfði sér með bundið fyrir augum
og með boxhanska á höndunum." Arni Bjarnason skipstjóri á Akureyri EA segir
Fiskifréttum álit sitt á þorskmælingum Hafró.
„Það má vel vera að fólk sem ekkert þekkir til fiskveiða trúi þessu en sjómenn líta á
þetta eins og hvert annað prump." Gunnar Arnórsson skipstjóri á Júlíusi Geir-
mundssyni IS tekur í sama streng.
„Menn mættu hafa það hugfast við fiskveiðiráðgjöfina að fiskurinn er með sporð og
það virðist töluverð hreyfing á honum.“ Hallgrímur Guðmundsson skipstjóri á
Happasæli áminnir fiskifræðinga í samtali við Fiskifréttir.
„Við erum vaktaðir eins og strokufangar af Litla-Hrauni." Arnór Kristjánsson
krókakarl lýsir Símakrók Fiskistofu í samtali við Eystrahorn.
ÆGIR 9