Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.1996, Síða 10

Ægir - 01.02.1996, Síða 10
Utgerðin upp úr öldudalnum Skipatækni hf: „Það gætir vaxandi bjartsýni víða í kjölfar bættrar afkomu og ég tel að við séum á leið upp úr öldudalnum," sagði Bárður Hafsteinsson skipaverkfræðingur og forstjóri Skipatækni hf. í samtali við Ægi. Skipatækni er rúmlega 20 ára gam- alt fyrirtæki og á teikniborðunum þar hefur margt aflaskipið orðið til. Nægir að nefna Guðbjörgu ÍS, flaggskip ís- lenska fiskveiðiflotans, sem kom til landsins haustið 1994. Síðan hefur ekki verið hönnuð nýsmíði í Skipatækni fyrir íslenska útgerðarmenn enda þeir að mestu haldið að sér höndum í þeim efn- um. En nú rofar til hér á landi og enn er nýr og glæsilegur rækjutogari á teikni- borðinu. Það er Togaraútgerð ísafjarðar hf. sem er að skoða endurnýjun Skutuls ÍS. „Þetta verður öfiugt skip sem gert verður út til rækjuveiða með frystingu um borð. Það verður rúmlega 63 metra langt og mun verða með nógu öflugri vél til þess að geta dregið tvö rækjutroll en slíkur búnaður hefur reynst mjög vel um borð í Guðbjörginni," sagði Bárður. Þetta þýðir milli 4000 og 5000 hestöfl. Ef allt fer sem horfir verður nýja skipið tilbúið til veiða á miðju ári 1997. Annað stórt verkefni sem er í gangi hjá Skipatækni er breytingar á Bessa ÍS sem verður breytt úr ísfisktogara í frysti- togara sem einkum skal veiða og vinna rækju en einnig hafa möguleika til þess að vinna úthafskarfa. Einnig er í vinnslu lenging og ýmsar endurbætur á Cux- haven fyrir Samherja/DFFU í Þýska- landi. Annað stórt verk eru miklar breyt- ingar á ioðnuskipinu Erni KE þar sem nýtt framskip verður sett á skipið, kæli- tankar settir um borð og skrokkurinn breikkaður og lengdur. Svipaðar breyt- ingar eru í athugun fyrir annað stórt loðnuskip frá Suðurnesjum og mun Skipatækni hanna þær. „Það eru talsvert bjartari horfur hjá ís- lenskum skipasmíðstöðvum og verk- stæðum nú en var fyrir tveimur árum. Mun fleiri verkefni eru í gangi." Fáránleg stefna í úreldingum Bárður hefur gagnrýnt mjög þær regi- ur sem gilda um úreldingu fiskiskipa sem hann telur meðal annars að standi nauðsynlegri endurnýjun loðnuflotans fyrir þrifum. Ekki þarf að kaupa úreld- Bárður Hafsteiusson skipatœknifrœðingur er bjartsýnn. ingu á móti breytingum eins og þeim sem gerðar verða t.d. á Erninum en öðru máli gildir ef um nýsmíði er að ræða. „Þetta er fáránleg stefna. Meðan hver rúmmetri í úreldingu kostar 75 þúsund krónur er útilokað að endurnýjun fari fram. Við getum hvorki svarað kröfum tímans um betra hráefni né tryggt að leyfður hámarksafli náist úr stofninum með núverandi flota. Meðan kvóti er bundinn við skip er óskiljanlegt að stjórnvöld hamli gegn eðlilegri endur- nýjun með þessum hætti." Bárður bendir á að nú séu íslenskar útgerðir að kaupa notuð nótaskip frá Skotlandi fyrir allt of hátt verð og standi þannig undir endurnýjun kollega sinna þar í landi sem ekki myndu losna við skipin að öðrum kosti. Á árinu 1995 fékkst Skipatækni við margvísleg verkefni, rúmlega 110 tals- ins. Megnið af þessum verkefnum var innanlands en stór viðskiptavinur var verkfræðistofa McGregors í Danmörku sem annast ýmsar breytingar á ferjum og kom Skipatækni mikið að þeim verk- efnum. Einnig bárust fyrirspurnir frá skipasmíðastöð í Suður-Ameríku vegna smíða á farþegaskipi áþekku Herjólfi en heldur stærra, en ekki er gert ráð fyrir bílaflutningum. Það verkefni er í vinnslu og mjög spennandi að sjá hvað úr því verður að sögn Bárðar en Skipatækni hefur sinnt verkefnum víða um heim, allt suður til Nýja-Sjálands, en lítið unn- ið í Suður-Ameríku utan Chile. Sinnum útflutningseftirliti „Annað sem hefur farið í vöxt á síð- ustu árum er að við tökum að okkur út- flutningseftirlit eða vottun. Þetta er fólg- ið í því að votta fyrir erlenda viðskipta- vini að vömr sem þeir kaupa héðan séu í samræmi við samninga. Oftast er þetta einfalt eftirlit sem feist í því að ganga úr skugga um að meintur farmur sé í rétt- um gám og rétt magn sé um að ræða. Þannig litum við á árinu 1995 bæði eftir vélaútflutningi og skreiðarsölu," segir Bárður. Þó íslenskur skipasmíðaiðnaður standist þeim erlenda ekki snúning í samkeppni um nýsmíðar standast ís- lensk iðnfyrirtæki erlendri samkeppni fyllilega snúning þegar um er að ræða búnað til veiða og vinnslu og slíkt sér Bárður vel þegar um er að ræða breyt- ingar á skipum. „Þó menn vilji ef til vill kaupa ís- lenskt og styrkja íslenskan iðnað þá ræð- ur verðið oft úrslitum. íslensk iðnfyrir- tæki bjóða búnað sem er jafngóöur því besta sem aðrir bjóða að mínu viti," seg- ir Bárður Hafsteinsson sem kveðst sann- færður um að nokkurra ára samdráttar- skeið sé nú á enda. □ 1 0 ÆGIR

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.