Ægir - 01.02.1996, Page 25
stofnunar fyrir ýmsan búnað fyrir kafara
sem hann hefur umboð fyrir.
„Við eiginlega gáfumst upp því það var
alveg sama hvað við sendum þeim ítar-
lega pappíra um skoðanir og prófanir hjá
hinum og þessum prófunarstöðvum er-
lendis og skírteini frá þeim. Þeir vildu
alltaf meira en ég fékk aldrei vottorð frá
þeim eða viðurkenningu.
Hinsvegar eru þeir tilbúnir til að selja
dýru verði minnsta viðvik. Ég bað þá einu
sinni um að láta mig hafa breytingar á
skipaskránni á tölvudiski einu sinni á ári.
Það átti að kosta 10 þúsund krónur fyrir
fjórum ámm. Ég þakkaöi pent fyrir mig og
leitaði annað."
Brunamálastofnun verri en Siglinga-
málastofnun
Jóhannes hefur einnig átt mikil sam-
skipti við Brunamálastofnun og segir þá
stofnun mun verri viðureignar en Sigl-
ingamálastofnun.
„Við höfum lengi kvartað undan því að
hin ýmsu slökkvilið úti á landi eru að
prófa reykköfunartæki án þess að hafa
hundsvit á því sem þau em að gera. Þessu
emm vib á móti en Bmnamálastofnun að-
hefst ekkert, gefur þeim jafnvel samþykki
sitt fyrir þessum gjörning.
Það kom hingað maður frá þeim og
vildi fá varahluti í reykköfunartæki sem
hann ætlaði að nota á námskeiöi hjá
stofnuninni. Ég fór að fetta fingur út í aö
hann hefbi ekki réttindi til þess að skipta
um þessa varahluti og þá spurði hann
hver gæfi út slík réttindi og leyfi.
Brunamálastofnun hefur aldrei sinnt
eftirlitshlutverki sínu almennilega. Hjá
slökkvilibum hér og þar um landið má
finna reykköfunartæki sem aldrei hafa
verið skoðuð, hylki sem eru komin langt
fram yfir þrýstiprófun og þannig mætti
lengi telja. Brunamálastofnun á að sinna
þessu eftirliti en gerir það ekki. Þetta getur
verið stórhættulegt því líftími flestra
gúmmíhluta er 5 ár, eftir það geta þeir gef-
ið sig þegar minnst varir.
Mér finnst sem gömlum slökkviliðs-
manni ab þetta ættu slökkviliðin að vita
sjálf en veit vel ab þar sem þessu er sinnt í
sjálfboðavinnu eru hlutirnir látnir
dankast.
Brunamálastofnun festi fyrir nokkmm
árum kaup á tölvustýrðu prófunartæki
fyrir á aðra milljón til að hafa í æfingagám
stofnunarinnar og geta þannig prófað og
annast skoðun á reykköfunartækjum fyrir
slökkviiiðin.
Ég segi nú bara: Guð hjálpi þeim.
Brunamálastofnun á nokkur reykköfun-
artæki sem notuð eru við kennslu. Öll
tækin eru númeruð og það skráð í
spjaldskrá. í gegnum tíðina hef ég svo
fengið tæki frá ýmsum slökkviliðum
sem eru samkvæmt spjaldskrá eign
Brunamálastofnunar."
Hefur þú engar áhyggjur af því að það
komi þér í koll að gagnrýna þessar stofn-
anir sem þú og þitt fyrirtæki eigib í raun-
inni mikið undir?
„Auðvitað hef ég það. En ég vil að hlut-
irnir séu gerðir eins vel og hægt er þegar
öryggi manna er í húfi og segi bara sann-
leikann." □
NÝ HÖNNUN FRÁ SKIPATÆKNI
OKKAR ÞEKKING YKKAí? TRYGGING
59 metra nóta og flottrolls veiðiskip með 1230 rúmmetra sjókælitönkum
SKIPATÆKNI veitir alhliða ráðgjöf á sviði skipaverkfræði.
Hönnun og útboð nýsmíða. Önnumst einnig verk- og útboðslýsingar á breytingum og viðgerðum.
Gerum samanburð á tilboðum og sjáum um samningagerð, hönnun og útboð á fiskvinnslulínum,
hallaprófanir og stöðugleika-útreikninga.Vinnum einnig matsgerðir.
SKIPATÆKNIí
SKIPATEIKNINGAR OG RÁÐGJAFASTÖRF
CONSULTING ENG.& NAVAL ARCHITECTS
GRENSASVEGI 13 108 REYKJAVIK SIMI 568 1610 BREFSIMI 568 8759
Margret
ÆGIR 25